Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 63
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
181
fer upp í 300 teningsmetra á sekúndu án þess að nokkuð komi til
annað en rigningar inni á hálendinu og hlýindi á jöklinum. Tölur
þessar hefur Sigurjón Rist góðfúslega látið mér í té. Frá jökli og
allt frarn að rönd hálendisins rennur Skaftá að mestu í einum ál,
nema hvað hún kvíslast um sandeyrar á svæðinu frá Tröllhamri og
nokkuð vestur fyrir Lyngfell.
Þegar niður fyrir Skaftárdal kemur, tekur Skaftá að greinast í
kvíslar, sem falla víðs vegar um hraunin, en verða brátt að tveim
meginkvíslum. Fer sú eystri með Síðufjöllunum, en hin niður með
Skaftártungu að austan.
Eystri kvíslin ber nú eins og áður nafnið Skaftá, en á stundum
er nafnið Skaftárdalsvatn notað urn ána alla hjá Skaftárdal. Þaðan
fellur hún í nrörgum álum suður hraunin og meðfram Árfjalli að
vestan. Þegar kemur að suðvesturhorni fjallsins, skammt eitt sunn-
an við Á (sá bær er nú í eyði), fellur áin út frá fjallinu og út á
hraunið. Þar beygir meginállinn þvert af leið og fellur upp að fjall-
inu á ný. Eftir það fellur Skaftá nrilli hrauns og hlíða allt austur
fyrir Kirkj ubæj arklaustur.
Á einum stað vestan undir Árfjalli væri auðvelt að veita Skaftá
út á hraunin, og ekki virðist mikið þurfa að konra fyrir til þess að
hún fari þar franr og hætti þá að mestu að renna austur með Síðu.
Þær kvíslar, sem frá þessum stað falla suður hraunið, ganga undir
nafninu Árkvíslar. Að vetri til hverfa þær yfirleitt alveg í hraunið
milli Árfjalls og Skaftártungu, en að sunrri til fer nokkur hluti
vatnsins suður hjá Botnum í Meðallandi og fellur þar í svonefndan
Fljótsbotn, en nokkur hluti fellur austur á við og hverfur loks í
hraunið. Sú kvísl, senr fellur meðfram Skaftártungu að austan nefn-
ist ýmsum nöfnunr, Eldvatnið, Svínadalsvatn eða Ásavatn. Það fell-
ur vestur með Skaftártungu að sunnan og vestur í Tungufljót, senr
er bergvatn og dragá. Sunnar sameinast þessi vötn svo Hólmsá og
nefnist vatnsfallið eftir það Kúðafljót.
Það er um Skaftá senr margar fleiri ár þessa lands, að þær eru
nrjög háðar jarðfræðilegri byggingu landsins.
Eins og ég gat um áðan fellur Skaftá á löngu svæði meðfranr
austurhlíð Fögrufjalla í stefnu frá norðaustri til suðvesturs. Svo
senr kunnugt er, er þetta meginsprungustefnan sunnanlands, og gos-
sprungur og gígaraðir fylgja þeirri stefnu yfirleitt. Nægir í því sam-
bandi að nefna Lakagígi og Eldgjá. Ég tel vafalítið að brotlína eða