Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 68
186
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
tíma gígahrúgöld mikil, Hálsagígi. Bunuhólar í Holtsdal, sunnan
við Hervararstaði, og Rauðhóll á dalbrúninni þar austur af eru
sennilega samtíma gosstöðvar.
Hraun hefur ekki runnið úr Rauðhól sjálfum (2. mynd), en aftur
á móti úr Bunuhólum. Hefur það steypzt niður í gljúfur Holtsár
og fallið eftir því niður í Holtsdal (3. mynd). Hvað langt það hefur
náð er ekki vitað, því að í dalnum er það hulið af framburði
Holtsár. Síðast sést í það framan við gljúfurkjaftinn við suður-
hornið á Sótatungum. Þar er allþykkur jarðvegur ofan á því. Að
gerð er það svo líkt hrauninu úr Hálsagígum, að ekki verður séður
munur á. Öskulög sýna ennfremur, að um samtíma myndun er að
ræða. Verður væntanlega gerð nánari grein fyrir því á öðrum
stað.
Líklegt er að töluvert hraun hafi runnið tir Hálsagígum, þótt
ekki sé það vitað með vissu. Vist er, að hjá Botnum í Meðallandi
og víðar þar um slóðir má sjá hraun, sem er að gerð mjög líkt
hrauninu úr Hálsagígum. Þetta hraun má rekja frá því alllangt
vestan við Botna og al!t austur fyrir Syðri Steinsmýri, e. t. v. er
það undir mestum hluta Meðallands, allt vestur að Kúðafljóti, þó
nú sé það víðast hulið sandi. Engum efa er því bundið, að þarna
hefur verið um mikið hraungos að ræða. Hvort það hefur verið
í Hálsagígum, á Lakasvæðinu, í Eldgjá eða í enn óþekktum eld-
stöðvum verður að svo komnu máli ekki sagt, en allir eru þessir
möguleikar fyrir liendi. Strax eftir að þessu gosi lauk tók Skaftá
að bera í hraunið aur, sand og leir, og hefur líklega verið mikið
til búin að slétta yfir það, þegar Landbrotshraunið rann, sem nú
skal að vikið. Sú stóra truflun á rennsli Skaftár, sem væntanlega
er sú næsta við það, sem nú hefur verið lýst, varð er Eldgjá á
Skaftártunguafrétti tók að gjósa og veita glóandi hraunstraumum
niður í farveg hennar og eftir gljúfrinu niður á láglendið. Þar
breiddist hraunið út yfir hið eldra hraun og óshólma Skaftár með
kvíslum, lónum og gróðurlendi, en sökum þess að mikið vatn var
þar fyrir hendi myndaðist í hrauninu fjöldi gervigíga — hinir al-
kunnu og sérkennilegu Landbrotshólar. Innan um gjallið í hólun-
um má l'inna hraunkúlur fylltar kísilgúr og líka má þar finna
stykki af samanbökuðum jurtaleifum. Kísilþörungarnir sýna, að um
ferskt vatn hefur verið að ræða.
Á þessum staðreyndum eru byggðar þær niðurstöður, sem ég áðan