Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 77

Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 195 vestan og milli hans og eystri kvíslar Skaftáreldahrauns. Norður af Hnútu, en það er allmikið móbergsfjall í beinu áframhaldi suð- vestur af Brattahálsi, fellur fljótið út á kvísl úr Núpahrauni, sem komið er úr Rauðhólaröðinni og ætti því að lieita Rauðhólahraun. Þar fellur fljótið í fossum og hávöðum fram af hálendisbrúninni. Eftir það fylgir það vesturhlíð Dalfjalls fram fyrir Dalshöfða, en þar fellur það út á Skaftáreldahraun á ný og fram af því suðvestur frá Hvoli í Fljótshverfi. Eftir það flæmist það um sanda, samein- ast Brunná, Djúpá og Núpsvötnum og fellur loks til sjávar um Hvalsíki. I Hverfisfljót falla engar meiriháttar ár nema Eiríks- fellsá, sem rennur austan megin við Brattaháls og sameinast fljót- inu við suðurenda fjallsins. Niðri í byggð rennur Brunná á mótum Skaftáreldahrauns og Núpahrauns, sem eins og áður er sagt er úr Rauðhólaröðinni komið. Ekki hefur Hverfisfljót frernur en Skaftá farið varhluta af áhrif- um eldgosa. Fyrir Skaftáreld rann það milli Hnútu og Miklafells í gljúfri, sem að sögn Jóns Steingrímssonar var „nærfellt svo stórt sem Skaftárgljúfur“. Ennþá sér fyrir þessu gljúfri rétt vestan við Hnútu (sjá kort og 5. mynd). Þar er það 150—200 rnetra breitt og hefur verið grafið í stöllum niður í eldra hraun, en ekki sér í annað berg í því nú. Hraun þetta er úr Rauðhólaröðinni kornið. Gljúfurveggir þeir, sem ennþá sjást, eru 10—15 m háir, þar sem þeir eru hæstir, en fyrir gljúfrinu sér á um 1,5 km leið, og nokkurt svæði vestan gljúfursins hefur ekki horfið undir Skaftáreldahraun og sér þar enn fyrir fornum farvegum Hverfisfljóts. Skaftáreldahrauu féll í þetta gljúfur og fyllti það að mestu. Hvað djúpt það hefur verið er ekki vitað, en ekki þykir mér líklegt að það hafi verið mjög djúpt á þeim stað, sem ennþá sér fyrir því, vestan við Hnútu. Það er og víst, að ekki var hinn mæti eldklerk- ur laus við ýkjur. Áður en lengra er haldið, er ástæða til að segja nokkru nánar írá Rauðhólaröðinni og hraunum á þessum slóðum. Gígaröðin nær frá því vestan við Miklafell og hér um bil upp að jökli við Eiríksfell norðaustur af Brattahálsi. Vestan Miklafells er aðallega um aðeins tvo áberandi gígi að ræða. Sá eystri þeirra og stærri er Rauðhóll, hár og mikill gígur hlaðinn úr blóðrauðu gjalli, hraunkleprum og hraunkúlum. Hraunstraumar hafa runnið frá hon- um á tvær hliðar, að sunnan og að norðaustan, og hefur megin-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.