Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 77
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
195
vestan og milli hans og eystri kvíslar Skaftáreldahrauns. Norður af
Hnútu, en það er allmikið móbergsfjall í beinu áframhaldi suð-
vestur af Brattahálsi, fellur fljótið út á kvísl úr Núpahrauni, sem
komið er úr Rauðhólaröðinni og ætti því að lieita Rauðhólahraun.
Þar fellur fljótið í fossum og hávöðum fram af hálendisbrúninni.
Eftir það fylgir það vesturhlíð Dalfjalls fram fyrir Dalshöfða, en
þar fellur það út á Skaftáreldahraun á ný og fram af því suðvestur
frá Hvoli í Fljótshverfi. Eftir það flæmist það um sanda, samein-
ast Brunná, Djúpá og Núpsvötnum og fellur loks til sjávar um
Hvalsíki. I Hverfisfljót falla engar meiriháttar ár nema Eiríks-
fellsá, sem rennur austan megin við Brattaháls og sameinast fljót-
inu við suðurenda fjallsins.
Niðri í byggð rennur Brunná á mótum Skaftáreldahrauns og
Núpahrauns, sem eins og áður er sagt er úr Rauðhólaröðinni komið.
Ekki hefur Hverfisfljót frernur en Skaftá farið varhluta af áhrif-
um eldgosa. Fyrir Skaftáreld rann það milli Hnútu og Miklafells
í gljúfri, sem að sögn Jóns Steingrímssonar var „nærfellt svo stórt
sem Skaftárgljúfur“. Ennþá sér fyrir þessu gljúfri rétt vestan við
Hnútu (sjá kort og 5. mynd). Þar er það 150—200 rnetra breitt og
hefur verið grafið í stöllum niður í eldra hraun, en ekki sér í
annað berg í því nú. Hraun þetta er úr Rauðhólaröðinni kornið.
Gljúfurveggir þeir, sem ennþá sjást, eru 10—15 m háir, þar sem
þeir eru hæstir, en fyrir gljúfrinu sér á um 1,5 km leið, og nokkurt
svæði vestan gljúfursins hefur ekki horfið undir Skaftáreldahraun
og sér þar enn fyrir fornum farvegum Hverfisfljóts.
Skaftáreldahrauu féll í þetta gljúfur og fyllti það að mestu. Hvað
djúpt það hefur verið er ekki vitað, en ekki þykir mér líklegt að
það hafi verið mjög djúpt á þeim stað, sem ennþá sér fyrir því,
vestan við Hnútu. Það er og víst, að ekki var hinn mæti eldklerk-
ur laus við ýkjur.
Áður en lengra er haldið, er ástæða til að segja nokkru nánar
írá Rauðhólaröðinni og hraunum á þessum slóðum.
Gígaröðin nær frá því vestan við Miklafell og hér um bil upp að
jökli við Eiríksfell norðaustur af Brattahálsi. Vestan Miklafells er
aðallega um aðeins tvo áberandi gígi að ræða. Sá eystri þeirra og
stærri er Rauðhóll, hár og mikill gígur hlaðinn úr blóðrauðu gjalli,
hraunkleprum og hraunkúlum. Hraunstraumar hafa runnið frá hon-
um á tvær hliðar, að sunnan og að norðaustan, og hefur megin-