Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 82
200
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
stefnu og gígaröðin sjálf. Má þar sjá gapandi hyldjúpar gjár (8.
mynd). Misgengin liggja hér eins og í Miklafelli og þar í kring,
báðum megin gígaraðarinnar. Hún er því eins og áður getur í sig-
dal á sama hátt og Eldborgaraðirnar við Laka.
Ekki verður með vissu sagt, livort þessi sig og sprungur hafi mynd-
azt aðallega fyrir, samtímis með gosinu eða eftir það. Víst er þó,
að nokkrar hreyfingar hafa þarna orðið eftir að gosum lauk, því
gígurinn mikli, sem Hverfisfljót sker í gegnum, er klofinn af
sprungu, sem liggur um hann vestanverðan, og sér liana mjög
greinilega í gjallstálinu, þar sem fljótið sker gegnum gíginn.
Brot þetta má rekja eftir gígaröðinni endilangri frá Hverfisfljóti
og austur að jökli. Skaftáreldahraun hefur runnið fast upp að gjall-
gígnum stóra vestanmegin, og þar hefur fljótið síðar borið sand
og möl í hraunið áður en það náði að grafa sér fastan farveg gegn-
um gjallið, sem veitti vatninu rninni mótstöðu en hraunið.
Sér nú í gjallið undir hrauninu í vesturbakka fljótsins. Þar hefur
það og skolað burtu öllu lausu efni úr einum gíganna, svo aðeins
hrauntappinn sjálfur stendur eftir. Norðvestur af Rauðhólum hef-
ur Hverfisfljót skorið sér djúpt gljúfur gegnum öldumyndaða liæð,
sem Langasker nefnist.Það er að mestu úr bólstrabergi og breksíu,
en sums staðar er nokkuð af grágrýti ofan á. Gljúfur þetta er hið
hrikalegasta og efst í því er foss mikill, á að gizka 30—35 m hár.
Raunar eru fossarnir tveir, þétt sarnan og er sá eystri nú vatns-
meiri. Samanlagt fall fljótsins þarna er vart undir 40 m. Þetta er
Iangmesti foss í Hverfisfljóti. Vel getur svo farið, að með tímanum
fari fljótið allt í eystri kvíslina og einnig er liugsanlegt, að það
myndi sér nýjan farveg gegnum hæðirnar, því mjög eru þær úr
lausu efni og fyrir ofan eru víðáttumiklar sandsléttur, sem fljótið
við ákveðin skilyrði virðist geta kvíslast um. Ég hef lagt til, að
þessi foss verði Þrymur nefndur.
Austur við jökul er allstórt lón og rennur úr því kvísl vestur í
Hverfisfljót og kemur í það litlu norðan við skerið. Lón þetta hafði
áður afrennsli til Eiríksfellsár og gegnum Rauðhólaröðina, en sú
kvísl er nú horfin. Þá rann og vatn við austurenda gígaraðarinnar
og sameinaðist Jrar Eiríksfellsá, en það vatn er nú horfið líka.
Eiríksfellsá kemur undan jöklinum við austurenda gígaraðarinn-
ar og austan undir litlu móbergsfelli, sem stendur út úr jöklinum,
og hann liggur nú fram á. Kemur áin við austurhorn jress.