Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 89
NÁTTÚRU FRÆÐIN GURINN
207
frá Fossnúpi og austur að hinu forna hrauni, Rauðhólahrauninu,
sem áður er getið. I,eifar þessara aura má ennþá sjá meðfram Eld-
vatninu hjá Teigingarlæk og meðfram Fossálum. Það vekur athygli,
að verulegt er af líparítmolum í þessum aurum, en sú bergtegund
kemur ekki fyrir á þessu svæði í byggð. Líparítmolaniir eru án
efa komnir af því vatnasviði Hverfisfljóts, sem er undir Vatnajökli,
og fljótið hefur borið þá fram fyrir „eld“. Eftir gosið fékk Hverfis-
fljót fastan farveg, og gróðurlendi breiddist yfir hina fornu aura
meðfram hraunröndinni. Þar reis síðar byggðin Brunasandur. Eld-
vatnið og Fossálar liafa nú grafið sér alldjúpa farvegi gegnum Jressa
aura, sem Hverfisfljót áður byggði upp. Sér Jjar muninn á hátterni
jökulár og lindár. Jökuláin byggir upp. Botn hennar hækkar vegna
hins mikla framburðar, en það veldur svo því, áð áin breytir iðu-
lega um farveg, ílaamist fram og aftur um sandana. Lindáin grefur
sér farveg gegnum aurana, en haggast eftir Jrað lítið úr stað. Hana
vantar efni að byggja úr og eins verkfæri til Jress að grafa sér farveg
í fast berg. Eldvatnið á Brunasandi og Fossálar eru að vetri til tær
bergvötn, og svo voru þessi vötn að jafnaði allt árið á unglings-
árum mínum austur Jrar, en fyrir kom að kvísl úr Hverfisfljóti féll
yfir í þessar ár í miklum vatnavöxtum. Nú er jökullitur á báðum
Joessum vatnsföllum að sumri til.
Fyrir um 30 árum voru háir sandbakkar að Hverfisfljóti, þar
sem það fellur úr hrauninu út á sandana. Nú hefur það borið svo
mikið af sandi og möl í farveg sinn, að það er tekið að kvíslast
til og frá um sandana, eftir að það kemur út af hrauninu. Þannig
vinnur jökuláin stöðugt að því að flytja efni frá fjalli til fjöru.
Vatnasvæði Skaftár og Hverfisfljóts eru hlið við hlið. Það er ekki
mjög langt síðan, að þessar tvær ár voru taldar eiga sömu upptök,
og Jiiegar ég var barn, heyrði ég sagt, að vatnið klofnaði á einum
kletti og félli Skaftá til vesturs, en Hverfisfljót til austurs.
Það er kannski hægt fyrir okkur að brosa að þessari fáfræði
feðra vorra, en ef nánar er að hugað, er Jrað harla lítið sem við
vitum um Jjessi svæði. Ef nútíma aðstæður eru miðaðar við aðstæð-
ur fyrri tíma, verður ljóst, að við stöndum okkur ekki sérlega vel.
Útföll jökulánna úr jöklunum eru breytileg, en hvað stjórnar
Jjeim breytingum? Geta árnar, við viss skilyrði, ekki breytt um far-
veg undir jökli eins og Jrær gera Jjað niðri á söndunum?
Það er fáferðugt um svæðið við þennan hluta Vatnajökuls og