Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 96
214
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
og þroskar heldur ekki fræ, þ. e. a. s. hér á landi. En náttúran sér
fyrir öllu. Síðsumars þroskar blöðrujurtin smálauka, sem falla af
henni og til botns í mógröfunum. Þar geymast þeir í efjunni til
vors, en fljóta þá upp og spíra og nýr jurtalíkami byrjar að þrosk-
ast. En einhvern aukabita þarf þessi rótarlausa jurt að fá, til þess
3. mynd. Blöðrujurt (Vtricularia minor).
a. neðri vör krónunnar.
b. íræva.
c. blaðra.
d. blaðhluti með 2 blöðrum.
að geta lifað sæmilegu lífi, og hún virðist hafa ráð undir rifi hverjn.
Blöðrurnar, sem blöðin bera, eru meistaralega útbúnar veiðigildrur.
Hver þessara blaðra er smá, 2—5 mm í þvermál. Á blöðrunni er
svolítill munni, og er neðri munnaröndin þykk, en sú efri með ofur-
litlu fjaðurmögnuðu speldi, sem liggur á ská og þéttfellur að neðri-
vörinni innanverðri, auk þessa er munninn alsettnr stinnum hárum,
er öll liggja inn á við.
Nú kemur agnarlítið vatnadýr syndandi. Því lízt vel á að leita
sér hælis í einni af blöðrunum, og syndir það inn um opið á henni
fyrirstöðulaust, því að hárin og varaspeldið gefa léttilega eftir. Þegar
dýrið er búið að athafna sig í blöðrunni eins og það lystir og ætlar
út aftur, eru dyrnar steinlokaðar; þær opnast alls ekki innan frá,
þar sem speldið á efri vörinni getur ekki ýtzt lengra út en að þykk-
ildi neðri vararinnar. Jurtin hefur bókstaflega grafið dýrið lifandi.
Eftir nokkra daga deyr það úr sulti og loftleysi, og byrjar þá jurtin
að melta það og hagnýta sér holdgjafaefnin, sem eru í líkama þess.
Nú skulum við litast um eftir nokkrum útlendum dýrætum, sem
einnig beita snjöllum veiðiaðferðum. Fyrst skal geta tveggja, sem
eru náskyldar sóldögginni. Önnur þeirra er Drosophyllum lusitan-
icum, og hef ég leyft mér að kalla hana daggurt á íslenzku. Hún