Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 100

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 100
218 NÁTTÚ RUFRÆÐ1NGURINN alls konar gerð og koma sér oftast fyrir á endum blaðanna. Fyrst kemur venjuleg blaðka, síðan langur eða stuttur stilkur og loks krukka með loki yfir. Þessar krukkur eru að vísu grænar að grunn- lit, en þær geta verið allavega röndóttar með áberandi litum, sér í lagi ber mikið á rauða litnum. Allir þessir skæru litir hæna að skordýrin. En bregðist jurtinni litskrautið, þá hefur hún agn, sem er hættulegast af öllu hættulegu fyrir skordýrin, en það er hunang. Hunangskirtlar geta verið á víð og dreif utan á krukkunum og munninn á þeim er þéttsettur ilmandi hunangskirtlum, og eru þeir kirtlar einkum innan á krukkubrúnunum. Þegar skordýrin eru að seilast þar eftir hunanginu, steypast þau iðulega niður í krukkuna, þar sem barmar hennar eru flughálir. Hjá sumum tegundunum eru hár eða útskot neðan við krukkubarminn til þess að torvelda uppgöngu dýranna; allt er svo lævíslega útbúið, að það kemur víst sjaldan fyrir, að skordýr, sem í gildruna fellur, sleppi þaðan lif- andi. Það er altítt, að á sömu plöntunni séu þrjár gerðir af krukkum, og er hver gerð ætluð mismunandi skordýrum. Ýmis liðdýr eru vængjalaus og skríða bara um á skógarsverðinum. Til Jiess að hremma þau, hefur jurtin gildrur alveg niður við jörð eða í hæð við skriðflöt dýranna. Stærstu krukkurnar geta orðið allt að l/, metri á lengd. Tegundir lúðurblaðsættarinnar eiga allar heima í Norður-Ame- ríku, flestar á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna. Veiðigildrur þeirra eru allbreytilegar að gerð, en líkjast í stórum dráttum gildrum kerberanna; oftast eru þó krukkurnar þrengri og lengri, þær stærstu geta jafnvel orðið um 1 metri á lengd. Ég get ekki látið hjá líða að geta um 2 skordýr, sem dýræturnar fá ekki handsamað þrátt fyrir hinn lævísa útbúnað sinn. Hafa þessi skordýr jafnvel gengið svo langt að taka gildrurnar í sína eigin þjónustu. Annað þessara skordýra er Sarcophaga-flugan eða lúður- blaðsflugan, eins og ég hef kallað hana; hún hefur svo hvassar klær á fótunum, að hún getur gengið upp og niður innra borð krukku- veggjanna alveg fyrirstöðulaust. Hún gerir sig það heimakomna, að hún verpir meðal dauðu skordýranna á krukkubotninum. Þar alast svo lirfurnar upp og lifa í sukki og sællífi, sem endar þó með þeim ósköpum, að þær éta hver aðra, unz aðeins ein þeirra stend- ur uppi. Þessi eftirlifandi lirfa etur sig síðan út um krukkuvegg-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.