Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 100
218
NÁTTÚ RUFRÆÐ1NGURINN
alls konar gerð og koma sér oftast fyrir á endum blaðanna. Fyrst
kemur venjuleg blaðka, síðan langur eða stuttur stilkur og loks
krukka með loki yfir. Þessar krukkur eru að vísu grænar að grunn-
lit, en þær geta verið allavega röndóttar með áberandi litum, sér í
lagi ber mikið á rauða litnum. Allir þessir skæru litir hæna að
skordýrin. En bregðist jurtinni litskrautið, þá hefur hún agn, sem
er hættulegast af öllu hættulegu fyrir skordýrin, en það er hunang.
Hunangskirtlar geta verið á víð og dreif utan á krukkunum og
munninn á þeim er þéttsettur ilmandi hunangskirtlum, og eru þeir
kirtlar einkum innan á krukkubrúnunum. Þegar skordýrin eru að
seilast þar eftir hunanginu, steypast þau iðulega niður í krukkuna,
þar sem barmar hennar eru flughálir. Hjá sumum tegundunum
eru hár eða útskot neðan við krukkubarminn til þess að torvelda
uppgöngu dýranna; allt er svo lævíslega útbúið, að það kemur víst
sjaldan fyrir, að skordýr, sem í gildruna fellur, sleppi þaðan lif-
andi.
Það er altítt, að á sömu plöntunni séu þrjár gerðir af krukkum,
og er hver gerð ætluð mismunandi skordýrum. Ýmis liðdýr eru
vængjalaus og skríða bara um á skógarsverðinum. Til Jiess að
hremma þau, hefur jurtin gildrur alveg niður við jörð eða í hæð
við skriðflöt dýranna. Stærstu krukkurnar geta orðið allt að l/,
metri á lengd.
Tegundir lúðurblaðsættarinnar eiga allar heima í Norður-Ame-
ríku, flestar á Atlantshafsströnd Bandaríkjanna. Veiðigildrur þeirra
eru allbreytilegar að gerð, en líkjast í stórum dráttum gildrum
kerberanna; oftast eru þó krukkurnar þrengri og lengri, þær stærstu
geta jafnvel orðið um 1 metri á lengd.
Ég get ekki látið hjá líða að geta um 2 skordýr, sem dýræturnar
fá ekki handsamað þrátt fyrir hinn lævísa útbúnað sinn. Hafa þessi
skordýr jafnvel gengið svo langt að taka gildrurnar í sína eigin
þjónustu. Annað þessara skordýra er Sarcophaga-flugan eða lúður-
blaðsflugan, eins og ég hef kallað hana; hún hefur svo hvassar klær
á fótunum, að hún getur gengið upp og niður innra borð krukku-
veggjanna alveg fyrirstöðulaust. Hún gerir sig það heimakomna,
að hún verpir meðal dauðu skordýranna á krukkubotninum. Þar
alast svo lirfurnar upp og lifa í sukki og sællífi, sem endar þó með
þeim ósköpum, að þær éta hver aðra, unz aðeins ein þeirra stend-
ur uppi. Þessi eftirlifandi lirfa etur sig síðan út um krukkuvegg-