Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 108

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 108
220 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Seigar langar trefjar í mónum stafa venjulega frá fífu, horblöðku eða elftingu. Nú á dögum vex ekki skógur eða kjarr í íslenzku mýrunum. Svo liefur þó áður verið — þegar loftslag var hlýrra en nú. Það sýna lurkalögin tvö, sem hvarvetna er að finna í mýrunum. Þessir lurkar , eru þó ekki af stórvaxnari trjám en þeim, sem nú vaxa í íslenzk- um birkiskógum. Annað sérkenni íslenzku mýranna er afmörkuð öskulög, sem finnast í flestum mýrum og stafa frá eldgosum á mynd- unartíma þeirra. Hámýrar með lningumyndað yfirborð, líkastar skál á hvolfi að lögun, eru algengar í nágrannalöndum okkar, t. d. á frlandi og Þýzkalandi og einnig á Norðurlöndum, en eru ekki til hér á landi. Efri hluti þessara mýra er myndaður af svarðmosa (Sphagnum). Svarðmosi er að vísu til hér, en hefur ekki náð að verða ríkjandi jurt í mýrunum. f.ágmýrar hafa oft breytzt í hámýrar, þegar þær hækkuðu. Svarðmosinn getur sogað í sig mikið vatn og kemst af með litla steinefnanæringu og hagnýtir því bezt skilyrðin, þegar mýrarnar hækka og steinefni hætta að berast til þeirra frá landinu umhverfis. Þetta skýrir ef til vill hvers vegna hámýrar hafa ekki orðið til hér: íslenzku mýrarnar eru steinefnaríkar og vöxtur þeirra hefur verið mjög hægfara. Þær hafa ekki náð að þróazt í hámýrar. I efri lögum hámýra er mosamór, sem er gerður nær eingöngu úr svarðmosa; liann er léttur í sér og ljós að lit, en neðar er dökk- ur stararmór. Sem verzlunarvara er mosamórinn yfirleitt miklu verð- meiri en stararmór. Verð á mómylsnu úr mosamó getur verið allt að 40 sinnum liærra en á mó til eldsneytis, miðað við þyngd. Aska í hámýrum er mjög lítil, oft ekki nema 1—2% af þurrefni. Hitagildi er um það bil 5200 kcal/kg í lífrænu efni. Aska í svart- mó eða stararmó er yfirleitt hærri, oft um 10—12% af þurrefni. í íslenzkum mó er aska oftast mun meiri eða 20—30%. Aska í món- um stafar sumpart frá jurtunum sjálfum (lífræn aska), sumpart frá leir og sandi, sem borizt hefur í mýrina (steinefnaaska), og í ís- lenzku mýrunum einnig frá eldgosum, sem orðið hafa á myndunar- tíma þeirra. Hitagildi í stararmó er um það bil 5700 kcal/kg í lífrænu efni og gildir það einnig um íslenzka móinn. Hér á landi er á stöku stað til mór með hitagildi um og yfir 6000 kcal/kg. Þetta á þó aðeins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.