Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 109
N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN
227
við um einstaka litla mýrarliletti, t. d. hluta af Búðamýri á Snæ-
fellsnesi og mýri hjá Kolgröfum og Kvíabryggju. Mór í íslenzkum
mýrum er yfirleitt vel rotinn stararmór eða svartmór. Húmusgráða
oftast á bilinu H6—H9.
Mór er elztur og mest ummyndaður neðst í mýrunum, ef þeim
hefur ekki verið raskað af mannavöldum. Samsetning mós og eigin-
leikar eru því mismunandi eftir dýpt og einnig er samsetning mis-
munandi eftir láréttri stefnu, t. d. vegna ólíkra gróðurskilyrða.
Við rannsókn mómýra þarf því að gera boranir og taka sýni á mörg-
um stöðum. Á þann hátt einan er unnt að fá rétta hugmynd um
dýpt og magn og gæði mólaganna.
Myndunarhraði mómýra er mjög misjafn á ýmsum stöðum. Hér
á landi hefur hann vart verið meiri en 1 m á 2000 árum til jafn-
aðar. í erlendum mýrum, t. d. á Þýzkalandi, hefur hækkun mælzt
h. u. b. 1 m á þúsund árum eða 1 mm á ári til jafnaðar. Nú á
dögum er mæling geislavirks kolefnis notuð til aldursákvarðana
mólaga (C14-aðferð) hér á landi, þó einkum lög af eldfjallaösku.
Einstaka dæmi eru um það, að unnt hefur verið að ákveða ald-
ur eða myndunarhraða mólags með sögulegum rökum. í Oldenburg
á Þýzkalandi fannst árið 1904 akvegur í jarðlagi undir 1.8 m þykku
mólagi. Með vissu varð vitað, að vegur þessi hafði verið notaður
h. u. b. árið 54. Á 1850 árum hafði því mólagið vaxið um 1.8 m
eða um 1 m á þúsund árum.
Öskulögin í íslenzku mýrunum hafa verið notuð til að ákveða
vaxtarhraða eða hækkun þeirra. Sum þessi öskulög má tímasetja af
sögulegum heimildum, þ. e. þau sem urðu til í eldgosum frá því
eftir landnám, en önnur með C14-mælingu eða á annan hátt. Rann-
sóknir Þorleifs Einarssonar (1962) á jarðvegssniðum úr íslenzkum
mýrum sýna, að þykknun mýranna er mjög mishröð. Á sögulegum
tíma, þ. e. síðustu 1100 árin, er hún 0,49 nnn á ári, og er það meira
en á nokkrum eldri tíma. Á síðara birkiskeiðinu (efra lurkalagið)
verður þykknunin minnst og er þá 0,18 mm á ári.
Mór er ekki aðeins í mýrunum, heldur finnst mór einnig undir
sjó sums staðar með ströndum fram, svonefndur fjörumór. Þekkt-
asta dæmið er Seltjörn á Seltjarnarnesi og kringum Akranes, en
annars er fjörumór til víða um land. Þetta er talið öruggt merki
þess, að land hafi sigið á þeim stöðum, því að fjörumórinn er mynd-
aður af sams konar gróðri og mýrarmórinn.