Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 109

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 109
N ÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURINN 227 við um einstaka litla mýrarliletti, t. d. hluta af Búðamýri á Snæ- fellsnesi og mýri hjá Kolgröfum og Kvíabryggju. Mór í íslenzkum mýrum er yfirleitt vel rotinn stararmór eða svartmór. Húmusgráða oftast á bilinu H6—H9. Mór er elztur og mest ummyndaður neðst í mýrunum, ef þeim hefur ekki verið raskað af mannavöldum. Samsetning mós og eigin- leikar eru því mismunandi eftir dýpt og einnig er samsetning mis- munandi eftir láréttri stefnu, t. d. vegna ólíkra gróðurskilyrða. Við rannsókn mómýra þarf því að gera boranir og taka sýni á mörg- um stöðum. Á þann hátt einan er unnt að fá rétta hugmynd um dýpt og magn og gæði mólaganna. Myndunarhraði mómýra er mjög misjafn á ýmsum stöðum. Hér á landi hefur hann vart verið meiri en 1 m á 2000 árum til jafn- aðar. í erlendum mýrum, t. d. á Þýzkalandi, hefur hækkun mælzt h. u. b. 1 m á þúsund árum eða 1 mm á ári til jafnaðar. Nú á dögum er mæling geislavirks kolefnis notuð til aldursákvarðana mólaga (C14-aðferð) hér á landi, þó einkum lög af eldfjallaösku. Einstaka dæmi eru um það, að unnt hefur verið að ákveða ald- ur eða myndunarhraða mólags með sögulegum rökum. í Oldenburg á Þýzkalandi fannst árið 1904 akvegur í jarðlagi undir 1.8 m þykku mólagi. Með vissu varð vitað, að vegur þessi hafði verið notaður h. u. b. árið 54. Á 1850 árum hafði því mólagið vaxið um 1.8 m eða um 1 m á þúsund árum. Öskulögin í íslenzku mýrunum hafa verið notuð til að ákveða vaxtarhraða eða hækkun þeirra. Sum þessi öskulög má tímasetja af sögulegum heimildum, þ. e. þau sem urðu til í eldgosum frá því eftir landnám, en önnur með C14-mælingu eða á annan hátt. Rann- sóknir Þorleifs Einarssonar (1962) á jarðvegssniðum úr íslenzkum mýrum sýna, að þykknun mýranna er mjög mishröð. Á sögulegum tíma, þ. e. síðustu 1100 árin, er hún 0,49 nnn á ári, og er það meira en á nokkrum eldri tíma. Á síðara birkiskeiðinu (efra lurkalagið) verður þykknunin minnst og er þá 0,18 mm á ári. Mór er ekki aðeins í mýrunum, heldur finnst mór einnig undir sjó sums staðar með ströndum fram, svonefndur fjörumór. Þekkt- asta dæmið er Seltjörn á Seltjarnarnesi og kringum Akranes, en annars er fjörumór til víða um land. Þetta er talið öruggt merki þess, að land hafi sigið á þeim stöðum, því að fjörumórinn er mynd- aður af sams konar gróðri og mýrarmórinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.