Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 122
240
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
til fjalla og lengst norður. Lifir t. d. á Grænlandi. Fer sjaldan
djúpt í jörð. A Islandi er hann algengur bæði í byggð og uppi á
hálendi í margs konar gróðurlendi, t. d. í kjarri, lynglendi, undir
mosa á steinum o. s. frv. Telja sumir mosa-ánamaðkinn hafa hjarað
af síðustu ísöld í norðlægum löndum.
Stóri ánamaðkur (Lumbricus terrestris) er að öllum líkindum
innfluttur með varningi í fyrstu og hefur einnig verið fluttur inn
af ásettu ráði til afnota fyrir veiðimenn bæði til Akureyrar og
Reykjavíkur, en ekki er hann algengur. Fannst fyrst á Skagaströnd
árið 1885. Fundinn í Reykjavík, Akureyri, Laxamýri, Húsavík og
sennilega víðar. Lifir í djúpum, frjósömum jarðvegi. Sums staðar
kallaður skozkur ánamaðkur. Hann er oftast 15—25 cm á lengd.
Framhlutinn fjólubrúnn með „Iris-gljáa“ á baki. Neðri hlið ljós.
Fölbleikur aftan við beltið með mjóa, dökka rák á baki.
Grár ánamaðkur (Allobophora turgida og /. trapezoides) er oft
10—15 cm á lengd, gráleitur og getur slegið á hann græn-, blá- eða
rauðleitum blæ. Mun vera innfluttur og lifir í ræktarjörð í byggð.
Fundinn á Akureyri, Reykjavík, Grindavík, Djúpavogi og Lauga-
bóli við Isafjörð. Mest af honum á Akureyri og í Reykjavík. Fannst
á Akureyri á 19. öld (A. caliginosa).
Lœkjar-ánamaðkur (Eiseniella tetraedra) er fundinn á nokkrum
stöðum, bæði norðan lands og sunnan. Hann er venjulega aðeins
4 cm á lengd, mógrár á lit. Lifir í bleytu, t. d. við læki. Hinar
tegundirnar 6 eru fremur sjaldgæfar.
Talið er að skozkir laxveiðimenn hafi flutt stóra ánamaðkinn
til Akureyrar um eða laust fyrir aldamótin 1900 og sleppt í húsa-
görðum. Væri fróðlegt að fá fréttir af innflutningi maðkanna. Þeir
slæðast og stundum með varningi, bæði frá útlöndum og milli staða
á íslandi.
Venjulegur tún- og garða-ánamaðkur hér á landi er tegundin
Lumbricus rubellus, 7—12 cm á lengd með 95—150 liði. Veiðimenn
nota hann talsvert í beitu, ásamt stóra ánamaðki (L. terrestris), þar
sem hann finnst, en það er fremur óvíða. (Hve hátt yfir sjó hafið
þið fundið ánamaðka?) Litli mosa-ánamaðkurinn er t. d. fundinn
undir steinum í mosaþembunni efst uppi á Esju í um 850 m hæð.
Hann er 2—4 cm á lengd með 80—100 liði.
Ánamaðkar eiga marga óvini. Ýmsir fuglar lifa á þeim. „Maðk-
inn tíni þrátt um byggð“ kveður Jónas Hallgrímsson um lóuna.