Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 129
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
247
Mun rekís vera fremur sjaldséður gestur svo langt suður með
landi fyrir Vestfjörðum, eins og var í þetta sinn í lok apríl 1969.
í Leiðsögubók fyrir sjómenn við Island (1949, bls. 59) stendur svo
um Vestfirði: „Venjulega er íslaust á þessum slóðum, en í miklum
ísárum hefur þó komið fyrir, að hafís hefur fyllt mynni Súganda-
fjarðar og Önundarfjarðar, en sjaldan firðina þar fyrir sunnan.“
Vekur ísinn í apríl 1969 nokkra umhugsun um menjar íss, t. d.
á Breiðafirði, eins og steina af fjarlægum uppruna á fjörum. Þeir
eru oft taldir þangað komnir af mannavöldum, t. d. sem kjölfesta
úr skipum. Heimildir um ís á Breiðafirði eru og oft taldar
bera vott um staðbundinn lagnaðarís og ekki hafís úr norðri. En
sá, sem þetta ritar og sá rekísinn í lok apríl allt suður að Látra-
bjargi, telur, að þann hinn sama ís hefði getað rekið inn á Breiða-
fjörð við hagstæðan byr, þótt ekki færi svo í þetta sinn.
í grein eítir Sigurð Þórar'nsson, jarðfr., er birtist í Náttúrufræð-
ingnum (1966), er ljallað uin granítstein einn mikinn, er fannst
á Búlandshöfðafjöru. Þar segir m. a.:
„Hvernig hefur nú þessi framandlegi steinn borizt upp í íslenzka
fjöru? Þrír möguleikar virðast hugsanlegir:
1. Að steinninn sé raunverulega af íslenzku bergi brotinn og þá
líklega af bergi eigi fjarri þeim stað, þar sem hann fannst.
2. Að steinninn liafi borizt með hafís.
3. Að hann hafi kornið með skipi, annaðhvort sem kjölfesta eða
fluttur hingað í einhverjum sérstökum tilgangi."
Sigurður telur 1. og 3. atriði með ólíkindum, og vísast til greinar
hans um röksemdafærslu. Steinninn hefur þá borizt með hafís. Það
er og engin nýlunda, að á ströndum landsins finnist menjar eftir
hafís og þ;i einkum á þeim stöðum, sem vita að íslandshafi. En
svo aftur sé vitnað í grein Sigurðar Þórarinssonar, þá segir þar:
„Hins vegar er á það að líta, að Breiðafjörður er sá landsliluti,
þar sem hvar minnstar líkur eru fyrir ísreki. Mun þess aðeins
tvisvar getið, að hafís hafi komizt suður fyrir Látraröst og eitthvað
inn á Breiðafjörð, árið 1685, sem líklega er mesta ísár, sem sögur
lara af hérlendis, og aftur 1787.“