Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 141
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
259
Nóvember: Bragi Árnason: Notkun tvívetnis við rannsóknir á rennsli jarð-
vatns.
í ágústmánuði voru sýndar tvær kvikmyndir um jarðlræði og jarðsögu Jap-
ans í Tjarnarbæ. Myndirnar lánaði dr. H. Schwabe, en Jrær eru í eigu þýzkra
náttúruverndarfélaga.
Samkomurnar sóttu alls 755 manns eða að meðaltali 108 manns. Flestir voru
fundarmenn 130, en fæstir 65.
Fræðsluferðir
Farnar voru þrjár fræðsluferðir, tvær stuttar ferðir, sem tóku einn dag, og
ein þriggja daga ferð.
Fyrsta fræðsluferðin var farin sunnudaginn 16. júní. Var það jarðfræðiferð
unt Þingvelli og Grafning. Fyrst voru skoðaðir gamlir farvegir Öxarár og
Almannagjá og hraungerðin í veggjum hennar. Þá var litið á fornan jarðveg
undir hrauni við útfall Sogs úr Þingvallavatni. Síðan voru skoðaðar menjar
eftir jökullón í Grafningi, og þá Nesjavalla og Hagavíkurhraun og nokkrir
upptakagígar þeirra. Að lökum var litið á móbergsmyndanir í Jórukleif. Veður
var þungbúið, en þó úrkomulaust að mestu. Þátttakendur voru 25. Leiðbein-
andi var Kristján Sæmundsson, en fararstjóri Þorleifur Einarsson.
Sunnudaginn 7. júlí var farin hálfsdagsferð til gróðurathugana um Vífils-
staðahlíð, Urriðakotsvatn og Hjalla í Heiðmörk. Þátttakendur voru 27. Leið-
beinendur voru fngimar Óskarsson og Ingólfur Davíðsson, en fararstjóri Ing-
ólfur Einarsson.
Þriðja ferðin var jarðfræðiferð um Skaftáreldahraun og í Lakagíga dagana
18.-20. ágúst. Ekið var sem leið liggur austur Hellisheiði, Árnes- og Rangár-
vallasýslur og fyrst stanzað í Dyrhólaey og jarðfræðileg gerð hennar skoðuð
undir leiðsögn Einars H. Einarssonar. Síðan var ekið rakleiðis austur og farið
yfir Skaftá hjá Holti og um Eintúnaháls og tjöldum slegið á lækjarfitjum við
austurjaðar Lakahrauns vestan undir Varmárfelli. Á laugardagsmorgni var fyrst
gengið á Laka og litast um. Skyggni var ágætt og útsýnið stórfenglegt. Síðari
hluta dags var ekið suður með gígaröðinni sunnan Laka, og litið á gíga, hraun-
traðir og ýmislegt fleira. Á sunnudagsmorgni voru tjöld tekin upp og haldið
til byggða. Á leiðinni var stanzað öðru hverju og litazt um, enda var veður
mjög fagurt. Síðan var haldið að Kirkjubæjarklaustri og gengið að leiði síra
Jóns Steingrímssonar og rakin helztu æviatriði hans og saga Skaftárelda. Einnig
var Kirkjugólf skoðað. Á heimleið var lítið stanzað, þó var bergtegundin
ankaramít skoðuð í I’öst undir Eyjafjöllum. Komið var í bæinn um 10-leytið
um kvöldið. Ferðin heppnaðist mjög vel, enda var veður gott allan tímann.
Þátttakendur voru um 130. Aðalleiðsögumaður var Jón Jónsson, en aðrir leið-
beinendur Einar H. Einarsson, Jón B. Sigurðsson, ICristján Sæmundsson, Ólaf-
ur B. Guðmundsson og Þorleiíur Einarsson, sent jafnframt var fararstjóri.
I ferðunum naut félagið ágætrar þjónustu Guðmundar Jónassonar og bif-
reiðastjóra hans, en hann lagði til bílana.