Náttúrufræðingurinn - 1979, Page 134
er nú. Land það er hraunið rann yf-
ir er á þessum stað sennilega nokkuð
á þriðja tug metra neðan við núver-
andi sjávarmál. Verður tilvera byggð-
ar í Skjaldbreið, sem áður er getið
skiljanleg út frá ])essu. Milli Botna-
hrauns og Eldgjárhrauns hjá Botnum
er sandlag allþykkt. Þar af leiðir að
Botnahraun er sannanlega verulega
eldra en Eldgjárhraunið í Landbroti
en eins og þegar er getið er það hraun
vart yngra en 5200 ára. Því gæti Botna-
hraun verið 6000—8000 ára og e.t.v.
eldra.
Telja verður að nú séu fengnar nær
óyggjandi sannanir fyrir því að sjáv-
arstaða hafi verið verulega lægri, en
nú er, fyrir um 7000—9000 árum og
svo virðist og hafa verið fyrir um 2000
árum (Guðmundur Kjartansson 1964,
Sigurður Þórarinsson et al. 1957, Jón
Jónsson 1957, 1971, Elsa Vilmundar-
dóttir 1977, Sigmundur Einarsson
1978) og ekki óliklegt að fyrir um
7000 árum hafi yfirborð sjávar við
strendur íslands verið allt að 20 m
lægra en nú er. Að svo komnu máli
verða ekki fundin nein rök gegn því
að Botnahraun, þ. e. Skaftáreldahraun
hið fyrsta liafi runnið einmitt á þess-
um tíma .
Að útliti og gerð er Botnahraun
mjög ólíkt Eldgjárhrauni og auðþekkt
frá því, en er hins vegar mjög líkt
Skaftáreldahrauni. Samsetningu þess
má ráða af Töflu VIII og efnagrein-
ingunni í Töflu VII.
Ég hef áður oftar en einu sinni
lialdið því fram að Botnahraun gæti
verið úr Hálsagígum komið. Síðuslu
athuganir sýna hins vegar, svo að ekki
verður um deilt, að svo getur ekki
verið. Verður því næsta spurning sú
hvaðan Botnahraun sé komið.
Skaftdreldar liinir fyrstn.
Það er löngu vitað að áður hefur
gosið á sömu línu og þeirri er Skaft-
áreldar 1783 komu frá. Thoroddsen
(1894) mun fyrstur hafa á það bent,
en síðar Sapper (1908) og síðar ýmsir
fleiri. Sumir gíganna frá þessu gosi
eru á sönm gígaröð og þeirri er gaus
1783, og getur því verið erfitt að
greina hvað tilheyrir hverju gosi.
Tafla VIII. Steintegundir í Botnahrauni
I II III Meðaltal
Plagioklas 48,4% 48,0% 50,8% 49,0%
Pyroxen 43,0% 41,8% 44,0% 42,9%
ÓI ivín 2,9% 2,5% É5% 2,3%
Málmur 5,6% 7.6% 3,6% 3,2%
Dílar : Plagiokla: s 6,6% 6,6% 5,7% 8,5%
Pyroxen 2,2% 2,7% 0,5% 1-8%
Ólivín É0% 0,9% 0,6% 0,8%
Tala punkta 1078 1020 1091 3189
228