Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 9
firði, um miðbik Fáskrúðsfjarðar og miðbik Reyðarfjarðar. Hinn frægi fundarstaður silfurbergs að Helgu- stöðum í Eskifirði (Reyðarfirði) er innan þessa svæðis. Telja fyrrnefndir höfundar að þetta ummyndunarsvæði sé tengt Reyðarfjarðareldstöðinni. Sú megineldstöð var virk seint á míósen- tíma (fyrir um 8-10 milljón árum), en berggangaþyrping eldstöðvarinnar teygir sig til suðurs um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð og inn í Breiðdalsvík. Aragónít og kalsít (kalkspat) hafa sömu efnasamsetningu, CaCOv Mun- urinn á milli þesara tveggja steinda (minerala) felst í kristalgerð, aragónít kristallast eftir orþórombíska kerfinu, en kalsít eftir trígónala kerfinu. Ara- gónít hefur hörkuna 3/2-4, kleyfni er léleg og það er oftast hvítt eða litlaust (glært), en stundum ljósgult. Kalsít hefur hörkuna 2/2-3, kleyfni er mjög góð (eftir þremur stefnum) og það er oftast hvítt eða litlaust (glært), en hef- ur stundum gula, brúna eða bleika lánsliti. Kalsít er ein algengasta steindin á íslandi, aragónít er mun sjaldgæfara en finnst þó víða. Kantmælingar á einum af stóru kristöllunum frá Hólsvör sýndu að kanthorn á rnilli ákveðinna langflata, mælt hornrétt á langásinn (,,c-ásinn“), er um 62°-64° annarsvegar og 53°-58° hinsvegar. Þetta er nálægt þeim horn- um sem einkenna aragónít, en það kristallast eftir orþórombíska kerfinu eins og fyrr segir. Væri um kalsít að ræða væru þessi horn 60°. Röntgengreiningar voru gerðar á nokkrum stóru sexstrendu kristall- anna. Niðurstöður voru óvæntar, þær sýndu að um kalsít er að ræða, nema í einu tilviki þar sem sýnið hafði verið tekið úr kjarna stórrar kristallaþyrp- ingar, þar greindist aragónít. Aragón- ít er ekki eins stöðugt og kalsít, það breytist oft í kalsít með tímanum (Klein og Hurlbut 1985). Það hefur einmitt gerst í sprungunni í Hólsvör og er þá sagt að kalsít sé í gerfi ara- góníts. Kantmælingar gefa aragónít til kynna vegna þess að lögun kristall- anna hefur ekki breyst, en kristalgerð- in sjálf er eins og hjá kalsíti nema í innsta kjarna þyrpinganna, sem ekki hefur náð að umkristallast. Þrátt fyrir þessa umkristöllun þykir rétt að tala hér um aragónít vegna ytra útlits kristallanna og vegna þess að hluti þeirra er enn aragónít. MYNDUNARSAGA Smásjárathugun og röntgengrein- ingar leiddu í ljós að myndunarsaga holufyllinganna í Hólsvör er lengri og flóknari en fyrst sýndist. Verður hún rakin hér á eftir í stuttu máli. Stærð aragónítkristallanna bendir til að aðstæður til myndunar hafa ver- ið þær sömu um langan tíma. Þegar kristallarnir höfðu náð núverandi stærð hefur hinsvegar orðið hreyfing um sprunguna, því nokkrir kristall- anna hafa brotnað en síðan límst sam- an aftur. Það er lag af fíngerðu kalsíti blandað brennisteinskís, aðeins 0,3-2 mm á þykkt, sem hefur límt saman stóru kristallana. Það er athyglisvert að brennisteinskís skuli myndast ein- ungis hér og ber sennilega að skoða í ljósi þess, að við sprunguhreyfingar hafi nýjar vatnsæðar opnast þannig að styrkur brennisteins og járns jókst eða þá að skilyrði til myndunar brenni- steinskíss hafi á annan hátt skyndilega breyst. Utan á þetta óreglulega lag leggjast síðan tvö 0,1 mm þykk lög af hálfkristölluðum, litlausum ópal. Síð- an kemur utan á ópallagið enn eitt kalsítlagið, þetta eru flatir, litlausir kalsítkristallar sem mynda allt að 4 mm þykkt lag, það vantar víða öðrum megin á stóru kristöllunum. Þá kemur enn lag af ópal, 0,05-0,1 mm á þykkt, 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.