Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 13
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Gróður og gjóska. Athuganir frá Heklusumrinu 1947 FORMÁLI Greinarkorn þetta er kafli úr ferða- þáttum um Rangárþing, sem birtust í Samvinnunni 1948. Ég hafði raunar ætlað að fylgjast með gróðrinum næstu árin eftir gjóskufallið 1947, en af því gat ekki orðið. Þar sem mér vit- anlega ekkert hefur verið ritað um áhrif gjóskufallsins á gróður, þótti mér rétt að birta þessar athuganir mínar á ný og í þetta sinn í Náttúru- fræðingnum. Þar varðveitast þær inn- an um annað náttúrufræðilegt efni, í stað þess að geymast eingöngu innan um fjarskyldara efni í dálkum Sam- vinnunnar. Hér birtist greinin óbreytt, þegar frá er talinn þessi formáli og lít- ið innskot í kaflanum urn niðurstöður. Myndir eru aðrar. INNGANGUR Það sló ugg og óhug að öllum hugs- andi landslýð, er sú fregn barst út á bylgjum ljósvakans að morgni hins 29. marz, að Hekla sjálf væri tekin að gjósa. Þótt liðin séu hundrað ár síðan hún lét seinast á sér bæra, lifa samt enn minningarnar um ógnir liðinna alda, er stöfuðu af gosum hennar, svo að mönnum hlaut að bregða, er þeir heyrðu, að Heklueldur væri blossaður upp á ný. Einkum brá mönnum mjög við þau tíðindi, að vikur og ösku hefði lagt svo þykkt um efstu bæi á Rangár- völlum, innri hluta Fljótshlíðar og Eyjafjallasveit, að þar væri yfir að líta sem eyðimörk. En þótt tíðindi þessi þættu uggvænleg þeim, er á hlýddu í fjarlægum landshlutum, má þó nærri geta, hversu miklu ægilegri þeir at- burðir voru í augum þeirra, sem fyrir þeim urðu. „Dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó,“ seg- ir Jónas. Þetta var það, er gerðist laugardagsmorguninn 29. marz 1947. Myrkt varð sem á nóttu bæði úti og inni, þótt himinn væri heiður og hækkandi dagur. Vikurhríðin dundi á húsunum, og í fjarska heyrðust lát- lausar drunur og dynkir úr iðrum eld- fjallsins. Hverri lifandi skepnu varð ólíft að kalla utanhúss. Lækir og vatnsból fylltust ösku og vikri; var það einkum tilfinnanlegt þar, sem lækir knúðu rafstöðvar, er gáfu bæjunum birtu og yl, svo að fólkið varð að sitja í svarta myrkri í húsum sínum. Og svo loks þegar upp birti að liðnu hádegi, Náttúrufræöingurinn 60 (1), bls. 7-13, 1990. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.