Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 25
feðm og nái frá miðhálendinu til lág- lendis. Þetta rökstuddi hann síðar (1966) með frumniðurstöðum sam- sætumælinga sem þá var farið að gera við Eðlisfræðistofnun Háskólans (nú Raunvísindastofnun) og bentu til þess að jarðhitavatn á láglendi væri upp- runalega regn sem fallið hafi á hálend- inu. Þessi útvíkkun á hringrásarkerfi vatnsins var væntanlega svar Trausta við gagnrýni Gunnars Böðvarssonar (1948), sem síðar verður vikið að. Hugmynd Trausta um upphitun jarðhitavatnsins, sem kom fram í æstæða líkaninu hlaut viðurkenningu margra jarðhitamanna. En einnig komu fram hugmyndir um eðli jarð- hita þar sem dregið var í efa að æstætt jafnvægi á milli varmastraums og upp- hitunar grunnvatns gæti útskýrt afl stærstu jarðhitasvæða landsins. Arið 1950 skrifaði Gunnar Böðvarsson tímamótagrein um eðli jarðhitakerfa (Gunnar Böðvarsson 1950), en efni þessarar greinar hafði reyndar komið fram áður í skýrslu Jarðborunardeild- ar Raforkumálaskrifstofunnar (Gunn- ar Böðvarsson 1948). Þar sýnir hann fram á að til þess að ná allri þeirri varmaorku úr almenna grunnvatns- strauminum, sem kemur upp til yfir- borðs með heitu vatni á stærstu jarð- hitasvæðunum, þyrfti snertiflötur vatns og bergs að vera mörg hundruð km2, sem er ólíklegt. Hann heldur því fram að jarðhitakerfin hljóti smám saman að kæla bergið í námunda við sig en fái ekki varmann nema að litlu leyti úr almennum varmastraumi jarð- ar. Jarðhitinn er samkvæmt þessu óstöðugt og tímabundið fyrirbrigði. Gunnar færði frekari rök fyrir hug- myndum sínum í skýrslu um rann- sóknir í Hengli, Hveragerði og ná- grenni árin 1947-1949. Efni þessarar skýrslu birtist síðar á prenti (Gunnar Böðvarsson 1951). Einhverra hluta vegna náðu þessar hugmyndir Gunnars ekki almennt til jarðhitamanna næstu árin á eftir og féllu að mestu í gleymsku eins og oft vill verða um hugmyndir þeirra sem eru á undan sinni samtíð. Bragi Árnason (1976) rannsakaði tvívetni í íslensku regnvatni, grunn- vatni og jarðhitavatni. Hann sýndi fram á að megingrunnvatnsstraumur- inn lægi frá hálendinu í átt til sjávar. Hann taldi að jarðhitavatn, sem kem- ur upp í hverum og laugum á láglendi, væri regnvatn sem félli á hálendinu og næði að seytla niður á nokkurra kíló- metra dýpi á leið sinni til láglendis. Hann taldi að niðurstöður sínar sönn- uðu hugmyndir Trausta um að hinn almenni varmastraumur hiti vatnið og að hitastig þess ráðist fyrst og fremst af því hve djúpt vatnið kemst, þ.e. á hvaða dýpi meginstraumurinn rennur. Þessi kenning um jafnvægi varma- straums og rennslis, æstæða líkanið, hefur ýmist verið kennd við Trausta eða Braga og hefur fengið verulegan hljómgrunn meðal jarðhitamanna sem aðalskýring á eðli lághitasvæða (Ingv- ar B. Friðleifsson 1979, Sveinbjörn Björnsson 1980, Bragi Árnason 1987). Sá möguleiki að staðbundin hræring gæti átt sér stað í lághitakerfum var fyrst ræddur af Trausta Einarssyni (1950) og Gunnari Böðvarssyni (1951), og síðar af Guðmundi Pálmasyni (1967). Þegar farið var að bora yfir 1500 m djúpar borholur á lághitasvæð- um víða um land kom í ljós að neðri hluti jarðhitakerfanna var mun kald- ari heldur en búast mátti við út frá hitastigli utan jarðhitasvæða. Þetta varð einkar ljóst á jarðhitasvæðum í Eyjafirði, en þar voru á áttunda ára- tugnum boraðar fyrstu djúpu borhol- urnar á lághitasvæðum utan höfuð- borgarsvæðisins (Axel Björnsson o.fl. 1979, Axel Björnsson 1980). Þessa 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.