Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 25
feðm og nái frá miðhálendinu til lág- lendis. Þetta rökstuddi hann síðar (1966) með frumniðurstöðum sam- sætumælinga sem þá var farið að gera við Eðlisfræðistofnun Háskólans (nú Raunvísindastofnun) og bentu til þess að jarðhitavatn á láglendi væri upp- runalega regn sem fallið hafi á hálend- inu. Þessi útvíkkun á hringrásarkerfi vatnsins var væntanlega svar Trausta við gagnrýni Gunnars Böðvarssonar (1948), sem síðar verður vikið að. Hugmynd Trausta um upphitun jarðhitavatnsins, sem kom fram í æstæða líkaninu hlaut viðurkenningu margra jarðhitamanna. En einnig komu fram hugmyndir um eðli jarð- hita þar sem dregið var í efa að æstætt jafnvægi á milli varmastraums og upp- hitunar grunnvatns gæti útskýrt afl stærstu jarðhitasvæða landsins. Arið 1950 skrifaði Gunnar Böðvarsson tímamótagrein um eðli jarðhitakerfa (Gunnar Böðvarsson 1950), en efni þessarar greinar hafði reyndar komið fram áður í skýrslu Jarðborunardeild- ar Raforkumálaskrifstofunnar (Gunn- ar Böðvarsson 1948). Þar sýnir hann fram á að til þess að ná allri þeirri varmaorku úr almenna grunnvatns- strauminum, sem kemur upp til yfir- borðs með heitu vatni á stærstu jarð- hitasvæðunum, þyrfti snertiflötur vatns og bergs að vera mörg hundruð km2, sem er ólíklegt. Hann heldur því fram að jarðhitakerfin hljóti smám saman að kæla bergið í námunda við sig en fái ekki varmann nema að litlu leyti úr almennum varmastraumi jarð- ar. Jarðhitinn er samkvæmt þessu óstöðugt og tímabundið fyrirbrigði. Gunnar færði frekari rök fyrir hug- myndum sínum í skýrslu um rann- sóknir í Hengli, Hveragerði og ná- grenni árin 1947-1949. Efni þessarar skýrslu birtist síðar á prenti (Gunnar Böðvarsson 1951). Einhverra hluta vegna náðu þessar hugmyndir Gunnars ekki almennt til jarðhitamanna næstu árin á eftir og féllu að mestu í gleymsku eins og oft vill verða um hugmyndir þeirra sem eru á undan sinni samtíð. Bragi Árnason (1976) rannsakaði tvívetni í íslensku regnvatni, grunn- vatni og jarðhitavatni. Hann sýndi fram á að megingrunnvatnsstraumur- inn lægi frá hálendinu í átt til sjávar. Hann taldi að jarðhitavatn, sem kem- ur upp í hverum og laugum á láglendi, væri regnvatn sem félli á hálendinu og næði að seytla niður á nokkurra kíló- metra dýpi á leið sinni til láglendis. Hann taldi að niðurstöður sínar sönn- uðu hugmyndir Trausta um að hinn almenni varmastraumur hiti vatnið og að hitastig þess ráðist fyrst og fremst af því hve djúpt vatnið kemst, þ.e. á hvaða dýpi meginstraumurinn rennur. Þessi kenning um jafnvægi varma- straums og rennslis, æstæða líkanið, hefur ýmist verið kennd við Trausta eða Braga og hefur fengið verulegan hljómgrunn meðal jarðhitamanna sem aðalskýring á eðli lághitasvæða (Ingv- ar B. Friðleifsson 1979, Sveinbjörn Björnsson 1980, Bragi Árnason 1987). Sá möguleiki að staðbundin hræring gæti átt sér stað í lághitakerfum var fyrst ræddur af Trausta Einarssyni (1950) og Gunnari Böðvarssyni (1951), og síðar af Guðmundi Pálmasyni (1967). Þegar farið var að bora yfir 1500 m djúpar borholur á lághitasvæð- um víða um land kom í ljós að neðri hluti jarðhitakerfanna var mun kald- ari heldur en búast mátti við út frá hitastigli utan jarðhitasvæða. Þetta varð einkar ljóst á jarðhitasvæðum í Eyjafirði, en þar voru á áttunda ára- tugnum boraðar fyrstu djúpu borhol- urnar á lághitasvæðum utan höfuð- borgarsvæðisins (Axel Björnsson o.fl. 1979, Axel Björnsson 1980). Þessa 17

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.