Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 20
Páll Imsland Sextugasti árgangur N áttúrufræðingsins Með þessu blaði hefst 60. árgangur Náttúrufræðingsins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þeir Árni Frið- riksson og Guðmundur G. Bárðarson hófu útgáfu þessa rits. Og mikið hafa hugmyndir okkar og þekking um jörð- ina og hin ýmsu náttúrufarslegu svið hennar breyst á þessum tíma. Þegar þeir gengu hér um götur voru náttúru- fræðingar þessa lands teljandi á tám og fingrum, en nú veit enginn ná- kvæma tölu þeirra og áhöld eru um það, hvort hún skrifast með þrem eða fjórum tölustöfum. Útkoma þessa heftis er seint á ferð- inni og veldur því einkum lítið fram- boð á efni sem hentar þessu riti. Það er því ljóst að annað og meira hefur hér breyst en hugmyndir okkar um fræðin og fjöldi þeirra fræðinga sem fræðin ástunda. Ekki hefur mér vitanlega farið fram á því nein könnun, hvers vegna nátt- úrufræðingar nútímans hafa ekki sömu ákefð til að bera í ástundan út- gáfu alþýðlegs efnis um náttúruna og ríkti fyrr á öldinni. Fljótt á litið koma þó strax upp í hugann tvær ástæður. Sú fyrri er fremur dapurleg og best fallin til þess að hafa hljótt um hana, en hún er peningar. Náttúrufræðing- urinn hefur ekki borgað höfundum sínum ritlaun. Hin síðari er mun margslungnari og tengist þeim breytingum sem orðið hafa á þessum tíma á afstöðu náttúru- fræðinga til þess, á hvern hátt þeim beri að ástunda fræðin, bæði varðandi rannsóknir og kynningu á niður- stöðum rannsókna. Rannsóknir eru nú yfirleitt orðnar mun flóknara og margþættara ferli en áður var. Kröfur sem gerðar eru til gagnaöflunar, úr- vinnslu þeirra og framsetningar á nið- urstöðum hafa gjörbreyst. Mörgum vísindamönnum reynast þetta sjálfsagt nægar þrengingar og því leggja þeir ekki vinnu og amstur í alþýðleg skrif. Alþýðleg skrif verða að gerast með allt öðru hugarfari en strangfræðileg fagskrif, sem verður þó að álíta að séu óaðskiljanlegur hluti af hinni daglegu vinnu náttúrufræðinga. Ugglaust eiga hér fleiri skýringar við, því fátt er einfalt á atómöld. En það væri mikil synd, ef þessar breyt- ingar á náttúrufræðilegri ástundan, sem í raun stefna einungis til bóta á þekkingu og skilningi, verða til þess að Ieggja af alþýðlega fræðslu um náttúruna, ef Náttúrufræðingurinn t.d. nær ekki að líta 70. árganginn. Náttúrufræöingurinn 60 (1), bls. 14, 1990. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.