Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 52
4. mynd. Líklegar rennslisleiðir vatns helstu lághitakerfa landsins. Örvar eru dregnar frá heitum uppsprettum og inn til landsins þvert á hæðarlínur, þar til komið er á úrkomu- svæði, sem hefur svipað tvívetni og mælist í heita vatninu. Hæðarlínurnar á kortinu sýna „meðalhæð" og er talið, að sú meðalhæð gefi góða mynd af grunnvatnsborði. (Frá Braga Arnasyni, 1976). Likely general flow pattern for low-temperature waters. Arrows have been drawn from hot springs towards the interior of the country at right angle to the eleva- tion contours until at a recharge area is reached where the precipitation has the same deut- eríum content as the hot waters. The elevation contours show „average“ elevation and are considered to be in harmony with the general changes of the groundwater table (From Árnason, 1976). merki vísindalegrar hugsunar hvað varðar uppruna lághitans. Með út- reikningum hefur hann t.d. fært rök fyrir því, að líkan Trausta fái ekki staðist orkulega séð, a.m.k. fyrir stærstu lághitasvæðin eins og svæðið í Reykholtsdal í Borgarfirði. Með umfangsmiklum mælingum á tvívetni í yfirborðsvatni og jarðhita- vatni sýndi Bragi Arnason (1976) fram á, að lághitavatn er yfirleitt úrkoma, sem er ættuð innan úr landi (4. mynd). Ályktaði hann út frá þessum niðurstöðum, að þær styddu líkan Trausta af lághitanum. Gunnar Böðv- arsson (1982) benti hins vegar á, að niðurstöður tvívetnismælinganna segðu ekkert til um rennslisleiðir vatnsins frá hálendi til Iáglendis; um grunnt streymi í berggrunni gæti verið að ræða alveg eins og djúpt. Raunar kemur fram hjá Braga Árnasyni (1976), að grunnvatn streymir á litlu dýpi langar leiðir í gosbeltunum. Þannig er vatnið, sem kemur fram í gjánum við norðurenda Þingvalla- vatns aðrunnið frá svæðinu skammt sunnan Langjökuls, um 40 km vega- 44

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.