Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 18
þykkra vikurlag að ræða en neðar. En lynggróðurinn hefur orðið miklu harðar úti en annar gróður, einkum sígræna lyngið. Það var allt hálfvisn- að, líkt og sviðið. Var langmestur hluti fellsins gróðurlaus tilsýndar, þótt nýgræðingur leyndist innan um ösk- una. Annað meginöskusvæðið var Eyja- fjallasveitin. Öskulagið, sem þar féll, mun að vísu hafa verið heldur þynnra en í Fljótshlíðinni, og minna um gróf- an vikur. Samt var þar víða enn 4-6 cm þykkt öskulag eins og í Fljótshlíð- inni, en miklu minna gætti þar vikur- skaflanna. Gróðri er þar svo farið, að valllendisbrekkur eru í hlíðum, en mýrar á flatlendinu. Yfirleitt mátti segja, að þar sæjust nú litlar minjar öskufallsins á gróðri, þegar yfir landið var litið, þótt askan væri hvarvetna í rót. Gróður var alls staðar samfelldur, þótt hann væri í gisnara lagi, þar sem mest var um öskuna. Eins og í Fljóts- hlíðinni voru það hávöxnu plönturn- ar: grös og starir og hinar hærri blóm- jurtir, sem mest bar á. Lágvaxni og skriðuli gróðurinn, einkum mosinn, virtist hafa beðið þar mestan hnekki, og sums staðar horfið með öllu. Gróð- ur í vötnum og tjörnum reyndist og minni en ég átti von á. Var greinilegur munur þess, hversu vatnagróður allur var fjölskrúðugri jafnskjótt og komið var út í Landeyjar, þar sem engin aska féll að ráði. Liggur því nærri að ætla, að öskufallið hafi valdið tjóni á vatna- gróðrinum, því að naumast verður þessi munur skýrður á annan hátt. Þegar dró til fjalla var hið sama að segja um gróðurinn og í Fljótshlíðinni. NIÐURSTÖÐUR Skal þá í stuttu máli skýrt frá hinum helztu niðurstöðum af athugunum mínum um áhrif öskufallsins á gróður- farið. Á langmestum hluta láglendis þess, sem askan féll yfir, hefur gróður engan verulegan hnekki beðið, jafnvel ekki á þessu sumri. Að vísu geri ég ráð fyrir, að heyfall hafi orðið nokkru minna en annars vegna þess að gróður var gisnari, en þó naumast svo, að um verulegt tjón hefði verið að ræða. Ein- ungis þar, sem askan og vikurinn höfðu sópazt saman í driftir og skafla, svo að öskulagið er yfir 8-10 cm þykkt var enn gróðurlaust með öllu í lok júlí mánaðar. Ekki er þó örvænt um, að upp úr hinum grynnri sköflum kunni að spretta jafnvel nú síðsumars eða á næsta sumri, þar sem rætur og jarð- sprotar eru enn með fullu lífi. Þykku skaflarnir munu þó hins vegar bíða ógrónir, unz gróðurinn teygir sig yfir þá frá gróðurlendinu, sem að þeim liggur. Þeir eru hins vegar svo litlir að flatarmáli, að ekki er þar um veruleg landspjöll að ræða, þegar frá eru tekn- ar örfáar jarðir. Annað mál er það, að harðvelli a.m.k. verður seinunnið til heyskapar fyrst um sinn, þar sem ekki verður komið við vélum. Þá er og nokkur hætta á, að úr vikursköflunum fjúki, meðan ekki nær að gróa yfir þá, og kann það vikurfok að valda spjöll- um á gróðri. Um heiðar og afréttarlönd er öðru máli að gegna. Að því er mér var tjáð, er nokkur hluti af afrétti Rangæinga hulinn svo þykku vikurlagi, að hann má ónýtur teljast um ófyrirsjáanlegan tíma, og sumt ef til vill til fullnustu. En ekki kom ég á þau svæði, svo að ég get ekkert um þau sagt af eigin sjón né raun. (Sumarið 1965 fór ég nokkuð um afréttina við Fjallabaksveg syðri. Bar gróðurinn þar enn minjar gjósku- fallsins frá Heklu 1947. Var ljóst að þar hafði gjóskan kæft gróðurinn á mörgum stöðum og uppblásturinn síð- an tekið við. Vikurinn var miklu gróf- gerðari en niðri í byggðinni og mátti víða sjá þar enn mola á stærð við 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.