Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 22

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 22
gerði umfangsmiklar vísindalegar at- huganir á íslenskum hverum og laug- um (Bunsen 1847). Hann beindi sjón- um sínum einkum að háhitasvæðun- um og tengdi saman brotalínur, eldvirkni og útbreiðslu jarðhitans. Hann komst að þeirri niðurstöðu að jarðhitavatnið væri að uppruna regn- vatn, sem næði að hitna djúpt í jörðu. Þó Bunsen hafi haldið þessu fram varð sú skoðun útbreidd um síðustu aldamót að jarðhitavatn væri ættað úr kviku (juvenilt vatn) og því alls óskylt rejpvatni (Suess 1902). í byrjun þessarar aldar eflast jarð- hitarannsóknir. Bæði íslenskir og er- lendir vísindamenn velta fyrir sér upp- runa jarðhitans og eðli jarðhitasvæða hér á landi. Má þar einkum nefna Knebel (1906), Þorvald Thoroddsen (1910 og 1925), Þorkel Þorkelsson (1910 og 1940) og Barth (1950). Þessir höfundar komust allir að því eins og Bunsen að jarðhitavatnið væri upphit- að regnvatn og töldu að varminn kæmi úr kviku eða kólnandi innskot- um í jarðskorpunni. Vegna augljósra tengsla eldvirkni og jarðhita á háhita- svæðunum voru menn þeirrar skoðun- ar að sama ætti við um lághitakerfin. Þorvaldur Thoroddsen (1925) taldi tengsl jarðhitans við brotalínur vera augljós og benti á mörg dæmi þess að hverir og laugar eru við sprungur og ganga. Trausti Einarsson (1937, 1938,1942) gerði ítarlegar rannsóknir á lághita- svæðum Norðurlands. Hann komst að þeirri merku niðurstöðu, sem enn stendur óhögguð, að hitagjafi þeirra væri ekki kólnandi innskot eins og al- mennt hafði þá verið álitið. Hann taldi að hinn stöðugi varmastraumur úr iðrum jarðar upp í gegnum jarð- skorpuna væri meginhitagjafi lághita- svæðanna. Þessi hugmynd Trausta var nýstárleg og hlaut almenna viður- kenningu. Trausti taldi einnig að grunnvatnið rynni eftir sprungum, einkum meðfram berggöngum, niður á nokkurra kílómetra dýpi, hitnaði þar uns það næði hitastigi bergsins og leitaði síðan upp til yfirborðs í hverum og laugum. Þessa hringrás vatnsins kallar Trausti hræringu (konvektion). Samkvæmt kennningu hans ríkir stöð- ugt og ævarandi jafnvægi á milli varmastraumsins að neðan og þess varma sem vatnið flytur til yfirborðs. Þetta líkan Trausta af lághitakerfi mætti kalla æstætt líkan. Trausti fjall- aði lítið um það í þessum greinum sín- um hversu víðfeðm hringrás vatnsins er, en virðist þó telja hana nokkuð bundna við einstaka jarðhitastaði. Síðar (1950) útvíkkaði og alhæfði Trausti þessa kenningu sína og taldi hana þá geta átt við öll lághitasvæði landsins svo og háhitasvæðin. Hann taldi að hringrás vatnsins sé mjög víð- 1. mynd. Helstu jarðhitastaðir á íslandi. Háhitasvæðin, sem merkt eru með rauðum þrí- hyrningum, eru öll innan eða á jöðrum eldvirka beltisins. Öll helstu lághitasvæði, þar sem hiti á yfirborði er yfir 20°C, eru sýnd með ljósbláum punktum. Vatnsmestu og heit- ustu jarðhitasvæðin eru við jaðra vestara gosbeltisins á Suður- og Suðvesturlandi, í Borg- arfirði og í Suður-Þingeyjarsýslu. Einnig eru miklar Iaugar á Vestfjörðum og í Skaga- firði, en jarðhiti er minnstur á Austurlandi. Kortið er unnið upp úr ýmsum eldri gögnum en Kristján Sæmundsson og Helgi Torfason fóru yfir staðsetningar Iauga og bættu inn nýjum jarðhitastöðum úr gagnabanka Orkustofnunar. Geothermal areas in lceland. The red triangles indicate the high temperature areas, which are all inside the volcanic rift zone. The blue dots show major low temperature areas with surface temperature above 20°C. 16

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.