Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 7
Sveinn P. Jakobsson Aragónít frá Hólsvör, Stöðvarfirði INNGANGUR Söfnun steina hefur færst mjög í vöxt hér á landi undanfarin 10-15 ár. Nú er svo komið að nálægt 50 áhuga- menn víða um land hafa komið sér upp steinasöfnum, sem í sumum til- vikum eru hin glæsilegustu. Sveinn Ingimundarson á Kirkjuhvoli í Stöðv- arfirði var einn hinna mörgu steina- safnara á Austfjörðum. Hann hóf að safna steinum árið 1973 og lét eftir sig allmikið safn er hann lést 1984. Þarna er að finna ýmsa kjörgripi, en merki- legast er safn stórra aragónítkristalla sem Sveinn fann árið 1974 í Hólsvör í Stöðvarfirði. Kristallarnir voru í klettasprungu í basalti og að mestu grafnir í þéttan leir. Margir kristall- anna voru brotnir, aðrir brotnuðu við tínsluna. Aðstæður voru erfiðar, en sæta þurfti sjávarföllum við að ná steinunum. Sveinn eyddi síðan mörg- um frístundum næstu tvö árin í að hreinsa steinana, raða þeim saman og líma. Undir hvern kristal eða krist- allaþyrpingu smíðaði hann harðviðar- stall. Erfingjar og fjölskylda Sveins Ingimundarsonar aflrentu Náttúru- fræðistofnun íslands mestallt aragón- ítsafnið að gjöf með bréfi dagsettu 11. október 1984. Þetta var mesta steina- gjöf sem Náttúrufræðistofnun hafði áskotnast fram að þeim tíma. Aragónítsafnið er í 53 misstórum hlutum, sem oftast eru samvaxnar þyrpingar kristalla. Stærsta þyrpingin er um 65 cm á breidd. Stakir kristallar eru aflangir sexstrendingar, oft 10-20 cm á lengd en 2-4 cm á þykkt. Lengsti kristallinn mældist 26 cm, en sá gild- asti 6 cm. Flestir kristallanna eru al- þaktir 3-4 mm rauðbrúnum kalsít- kristöllum, en utan á þessari þekju eru víða flatir, hvítir kalsítkristallar sem eru um 'A-l cm á breidd. ARAGÓNÍT EÐA KALSÍT? Gamlar bergmyndanir hér á landi bera oftast merki um töluverða um- myndun af völdum jarðhita. Heitt jarðvatn hefur seytlað um bergið og leyst úr því ákveðin efni sem síðan mynda útfellingar í holum og sprung- um. Þessi ummyndun bergsins er í stórum dráttum af tvennum toga (sbr. Sveinn P. Jakobsson 1980). Annars vegar er svonefnd fargummyndun (lághitaummyndun) sem einkum kem- ur fram í nær láréttum zeólítabeltum í jarðlagastaflanum (Walker 1960), hinsvegar er staðbundin og oft óreglu- leg ummyndun út frá megineldstöðv- um vegna innskota sem tengjast þeim. Gibson og félagar hans (1966) hafa manna best rannsakað bergmyndanir í Stöðvarfirði. í ritgerð þeirra kernur fram að kalsít og aragónít eru algeng- ar holufyllingar í blágrýti í Stöðvar- Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 1-5, 1990. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.