Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 7
Sveinn P. Jakobsson Aragónít frá Hólsvör, Stöðvarfirði INNGANGUR Söfnun steina hefur færst mjög í vöxt hér á landi undanfarin 10-15 ár. Nú er svo komið að nálægt 50 áhuga- menn víða um land hafa komið sér upp steinasöfnum, sem í sumum til- vikum eru hin glæsilegustu. Sveinn Ingimundarson á Kirkjuhvoli í Stöðv- arfirði var einn hinna mörgu steina- safnara á Austfjörðum. Hann hóf að safna steinum árið 1973 og lét eftir sig allmikið safn er hann lést 1984. Þarna er að finna ýmsa kjörgripi, en merki- legast er safn stórra aragónítkristalla sem Sveinn fann árið 1974 í Hólsvör í Stöðvarfirði. Kristallarnir voru í klettasprungu í basalti og að mestu grafnir í þéttan leir. Margir kristall- anna voru brotnir, aðrir brotnuðu við tínsluna. Aðstæður voru erfiðar, en sæta þurfti sjávarföllum við að ná steinunum. Sveinn eyddi síðan mörg- um frístundum næstu tvö árin í að hreinsa steinana, raða þeim saman og líma. Undir hvern kristal eða krist- allaþyrpingu smíðaði hann harðviðar- stall. Erfingjar og fjölskylda Sveins Ingimundarsonar aflrentu Náttúru- fræðistofnun íslands mestallt aragón- ítsafnið að gjöf með bréfi dagsettu 11. október 1984. Þetta var mesta steina- gjöf sem Náttúrufræðistofnun hafði áskotnast fram að þeim tíma. Aragónítsafnið er í 53 misstórum hlutum, sem oftast eru samvaxnar þyrpingar kristalla. Stærsta þyrpingin er um 65 cm á breidd. Stakir kristallar eru aflangir sexstrendingar, oft 10-20 cm á lengd en 2-4 cm á þykkt. Lengsti kristallinn mældist 26 cm, en sá gild- asti 6 cm. Flestir kristallanna eru al- þaktir 3-4 mm rauðbrúnum kalsít- kristöllum, en utan á þessari þekju eru víða flatir, hvítir kalsítkristallar sem eru um 'A-l cm á breidd. ARAGÓNÍT EÐA KALSÍT? Gamlar bergmyndanir hér á landi bera oftast merki um töluverða um- myndun af völdum jarðhita. Heitt jarðvatn hefur seytlað um bergið og leyst úr því ákveðin efni sem síðan mynda útfellingar í holum og sprung- um. Þessi ummyndun bergsins er í stórum dráttum af tvennum toga (sbr. Sveinn P. Jakobsson 1980). Annars vegar er svonefnd fargummyndun (lághitaummyndun) sem einkum kem- ur fram í nær láréttum zeólítabeltum í jarðlagastaflanum (Walker 1960), hinsvegar er staðbundin og oft óreglu- leg ummyndun út frá megineldstöðv- um vegna innskota sem tengjast þeim. Gibson og félagar hans (1966) hafa manna best rannsakað bergmyndanir í Stöðvarfirði. í ritgerð þeirra kernur fram að kalsít og aragónít eru algeng- ar holufyllingar í blágrýti í Stöðvar- Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 1-5, 1990. 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.