Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 17
úti en valllendið. Þau uxu oftast í laut- um og hvömmum þar sem skýlt er, en á slíkum stöðum safnaðist vikurinn og askan mest. Voru því víða svartir skaflar, þar sem landið fyrr ljómaði af hinum fegurstu blómum, enda þótt þróttmiklar plöntur, svo sem hvannir, leituðust við að teygja kollana upp úr öskunni. En yfirleitt mátti segja, að á mestum hluta þessa lands væru gróð- urspjöllin furðu lítil, og miklu minni en ég hafði gert mér í hugarlund. Er ekki ósennilegt, að rigningarnar hafi átt nokkurn þátt í, hve fljótt gróður- inn komst þar á legg, en þó var þess að gæta, að þær hófust ekki að ráði fyrr en síðast í júní. Þegar ofar dró, og einkum er kom upp fyrir brúnir, voru áhrif öskufalls- ins meiri og auðsærri. Land hafði ver- ið þar algróið, og vikurlagið vafalaust aðeins litlu þykkara en niðri á lág- lendinu. En eins og gefur að skilja verður gróður ætíð seinni á legg, eftir því sem hærra dregur frá sjó, og þrótt- ur hans minni gegn óvæntum áföllum. Allverulegur munur var þess, hversu gróðurinn þar efra var gisnari og kyrkingslegri en á láglendinu, þótt öskulagið væri ekki þykkara. Nokkur munur var þó þess eftir gróðurlend- um. Á mýrlendi sá minnst. Þótt gróð- urinn væri þar gisinn og lítils vaxtar, voru mýrasundin samt algræn yfir að líta. Þær tegundir, sem mest bar á, voru mýrastör, mýrelfting, fífa, korn- súra, og hálmgresi, og sums staðar hengistör. Lágvaxna mýragróðurinn vantaði að mestu, og mosi mátti heita horfinn með öllu. Tegundir þær, sem nefndar voru, teygðu sig upp úr allt að 8 cm þykku öskulagi, þótt þær að vísu væru mjög gisnar, þar sem askan var þykkri en 4-5 cm. Þar sem þykk- ara var en 8 cm, sást engin gróðurnál. Enn var þó rótin lifandi. Þess sáust ljósust merki, þar sem vatn hafði skol- að burtu vikursköflum, sem jafnvel voru allt að því metri á þykkt. Þar var fyrsta gróðurnálin að teygja sig upp úr moldinni, líkt og fyrsti nýgræðingur á vori, er kemur undan þykkum snjó- sköflum. Þurrlendið þar efra var sýnu verr farið en mýrarnar. Á þessum slóðum er eins konar millistig mólend- is og valllendis útbreitt gróðurlendi, líkt og þar sem þurrast er í hlíða- brekkunum. Aðaltegundir eru þar þursaskegg og grös, svo sem vinglar, língresi og ilmreyr, en auk þess stinnastör, elftingar og ýmsar blóm- jurtir. Þar sem þurrast er, einkum fyr- ir ofan brúnirnar, eru þursaskeggið og stinnastörin drottnandi tegundir. Þetta gróðurlendi hafði beðið mikinn hnekki. Einkum virtist þursaskeggið eiga erfitt uppdráttar. í þessu gróður- lendi var ekki um samfelldan gróður að ræða nokkurs staðar þar sem ösku- lagið var þykkara en 4 cm, og varla sást þar gróðurnál, ef askan var þykkri en 7 cm, en í 4-7 cm þykkri ösku sáust strjálir einstaklingar af stinnustör, og örfáar plöntur af kló- elftingu, gulmöðru og túnvingli. En sameiginlegt var það öllum gróðri, bæði hátt og lágt, að þroska hans var skemmra á veg komið en vænta mátti eftir því sem liðið var á sumar, þótt þau merki yrðu enn gleggri eftir því sem ofar dró. Hygg ég ekki fjarri sanni að ætla, að gróandi vorsins hafi seinkað um allt að mánuði vegna öskufallsins. Má þó vera, að þurrkar framan af vori og lítið sólfar síðar hafi einnig átt sinn þátt í því. í Þórólfsfelli, alllangt fyrir innan byggðina, skoðaði ég enn eitt gróður- lendi. Þar er allmikill lynggróður, krækilyng, bláberjalyng og sortulyng. Vikurinn hefur verið þar öllu þykkri en niðri í byggðinni, þó hefur hann bæði fokið og rignt brott úr brekkun- um, svo að ekki var þar nú um öllu 11

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.