Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 21
Axel Björnsson, Guðni Axelsson og Olafur G. Flóvenz / Uppruni hvera og lauga á Islandi INNGANGUR Frá því rannsóknir hófust á hverum og laugum á íslandi hafa hugmyndir um uppruna og eðli jarðhitans tekið miklum stakkaskiptum og skoðanir verið skiptar. Þetta á bæði við um há- hitasvæðin, sem öll eru tengd eld- stöðvum innan virka gosbeltisins og lághitasvæðin, sem flest eru í eldri bergmyndunum landsins utan eld- virku beltanna. 1. mynd sýnir dreif- ingu háhitasvæðanna og helstu lág- hitasvæða landsins. Þrátt fyrir umfangsmiklar boranir á undanförnum árum er ennþá margt óljóst um innri gerð og eðli jarðhita- svæða hér á landi og bendir margt til þess að þau séu hvert öðru ólík. Há- hitasvæðin eru almennt talin stafa af hringrás vatns og gufu í sprungnu bergi yfir kólnandi innskotum eða kvikuhleifum í jarðskorpunni. Um eðli lághitasvæðanna hafa skoðanir verið nokkuð skiptar. Þetta á einkum við um rennslisleiðir vatnsins og um það á hvern hátt það fær varma sinn úr berginu. í þessari grein beinum við augum okkar að lághitasvæðum landsins. Við rekjum fyrst þróun helstu hugmynda um eðli lághitasvæða og skoðum síðan helstu gögn, sem nú eru tiltæk um lág- hitakerfin. Ymsar nýjar upplýsingar hafa fengist um innri gerð lághita- svæðanna á síðustu árum. Munar þar mestu um mælingar í 2-3 km djúpum borholum. Á grundvelli þessara gagna verða síðan ræddar þær hugmyndir sem taldar eru gefa heilsteyptasta mynd af innri gerð og helstu eiginleik- um lághitasvæða landsins. SÖGULEGT YFIRLIT - ÞRÓUN HUGMYNDA Á liðnum öldum hafa jafnt lærðir sem leikir velt fyrir sér eðli þeirra náttúrundra, sem hverir og laugar eru hér á landi. Má sem dæmi nefna fé- lagana Eggert og Bjarna sem könnuðu hverasvæði víða unt land á átjándu öldinni (Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson 1756). Þeir boruðu grunnar rannsóknarholur með jarðnafri í Krísuvík árið 1756. Holurnar náðu niður í gegnum hitann og drógu þeir þá ályktun að jarðhitinn ætti rætur að rekja til gerjunar í jarðvegi á yfirborði jarðar. Skáldið og náttúrufræðingur- inn Jónas Hallgrímsson gerði all- nokkrar athuganir á hverum og laug- um, en hann var um tíma gerður út af stjórninni í Kaupmannahöfn til nátt- úrurannsókna og til þess að kanna möguleika á vinnslu brennisteins á ný. Sem dæmi má nefna að Jónas mældi hita í Geysi og Strokki á ferð sinni um Haukadal sumarið 1837 (Jónas Hall- grímsson 1837). Þýski efnafræðingurinn Robert Bunsen heimsótti Island árið 1846 og Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 15-38, 1990. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.