Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 21
Axel Björnsson, Guðni Axelsson og Olafur G. Flóvenz / Uppruni hvera og lauga á Islandi INNGANGUR Frá því rannsóknir hófust á hverum og laugum á íslandi hafa hugmyndir um uppruna og eðli jarðhitans tekið miklum stakkaskiptum og skoðanir verið skiptar. Þetta á bæði við um há- hitasvæðin, sem öll eru tengd eld- stöðvum innan virka gosbeltisins og lághitasvæðin, sem flest eru í eldri bergmyndunum landsins utan eld- virku beltanna. 1. mynd sýnir dreif- ingu háhitasvæðanna og helstu lág- hitasvæða landsins. Þrátt fyrir umfangsmiklar boranir á undanförnum árum er ennþá margt óljóst um innri gerð og eðli jarðhita- svæða hér á landi og bendir margt til þess að þau séu hvert öðru ólík. Há- hitasvæðin eru almennt talin stafa af hringrás vatns og gufu í sprungnu bergi yfir kólnandi innskotum eða kvikuhleifum í jarðskorpunni. Um eðli lághitasvæðanna hafa skoðanir verið nokkuð skiptar. Þetta á einkum við um rennslisleiðir vatnsins og um það á hvern hátt það fær varma sinn úr berginu. í þessari grein beinum við augum okkar að lághitasvæðum landsins. Við rekjum fyrst þróun helstu hugmynda um eðli lághitasvæða og skoðum síðan helstu gögn, sem nú eru tiltæk um lág- hitakerfin. Ymsar nýjar upplýsingar hafa fengist um innri gerð lághita- svæðanna á síðustu árum. Munar þar mestu um mælingar í 2-3 km djúpum borholum. Á grundvelli þessara gagna verða síðan ræddar þær hugmyndir sem taldar eru gefa heilsteyptasta mynd af innri gerð og helstu eiginleik- um lághitasvæða landsins. SÖGULEGT YFIRLIT - ÞRÓUN HUGMYNDA Á liðnum öldum hafa jafnt lærðir sem leikir velt fyrir sér eðli þeirra náttúrundra, sem hverir og laugar eru hér á landi. Má sem dæmi nefna fé- lagana Eggert og Bjarna sem könnuðu hverasvæði víða unt land á átjándu öldinni (Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson 1756). Þeir boruðu grunnar rannsóknarholur með jarðnafri í Krísuvík árið 1756. Holurnar náðu niður í gegnum hitann og drógu þeir þá ályktun að jarðhitinn ætti rætur að rekja til gerjunar í jarðvegi á yfirborði jarðar. Skáldið og náttúrufræðingur- inn Jónas Hallgrímsson gerði all- nokkrar athuganir á hverum og laug- um, en hann var um tíma gerður út af stjórninni í Kaupmannahöfn til nátt- úrurannsókna og til þess að kanna möguleika á vinnslu brennisteins á ný. Sem dæmi má nefna að Jónas mældi hita í Geysi og Strokki á ferð sinni um Haukadal sumarið 1837 (Jónas Hall- grímsson 1837). Þýski efnafræðingurinn Robert Bunsen heimsótti Island árið 1846 og Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 15-38, 1990. 15

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.