Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 36

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 36
8. mynd. Samanburður á svæðisbundnum hitastigli úr djúpum borholum og hitaferlum í borholum á nálægum jarðhitasvæðunum. Þannig er hitastigull á Akranesi borinn saman við hita í jarðhitakerfunum við Leirá í Leirársveit og á Seltjarnarnesi og hitastigull við Langavatn í S-Þingeyjarsýslu borinn saman við hita í jarðhitakerfinu að Laugum í Reykjadal. Athyglisvert er að hiti í efstu jarðlögum innan jarðhitasvæðanna er mun hærri en á sama dýpi utan þeirra, en neðan ákveðins dýpis er hiti mun lægri innan jarð- hitakerfanna en búast mætti við út frá ótrufluðum hitastigli. Þetta sýnir glöggt að hring- rás (hræring) vatnsins kælir bergið djúpt undir jarðhitasvæðunum og flytur varmann upp til yfirborðs. Comparison of temperature measurements in boreholes within two low temperature geothermal systems and the undisturbed temperature in the crust outside the geothermal areas. Below a certain depth the temperature inside the geothermal systems is lower than in the surrounding crust. vatns á lághitasvæðum landsins ættað- ur af hálendinu. Hins vegar hefur þetta vatn runnið að jarðhitakerfun- um á litlu dýpi (Gunnar Böðvarsson 1983) eða á yfirborði (Stefán Arnórs- son og Gunnar Ólafsson 1986) eða verið til staðar í berginu þegar jarð- hitakerfið myndaðist. Ekki er vitað hversu djúpt hringrás vatnsins nær í lághitakerfum landsins, en það er sjálfsagt breytilegt frá einu svæði til annars. Á 9. mynd eru sýndir hitaferlar úr borholu að Laugalandi í Eyjafirði en hún er 2800 m djúp. Hiti vatnsæða í holunni er á bilinu 75- 100°C og virðist fara hægt vaxandi nið- ur á 2500 m dýpi. Bendir það til þess að hringrás vatnsins nái að minnsta kosti þangað niður. Fyrir neðan 2500 m vex hitastig mun örar með dýpi. Gæti það bent til þess að þar sé komið niður úr vatnskerfinu en einnig að annað heitara kerfi sé neðar. Berglög neðst í holunni innihalda ummyndun- arsteindina epidót sem er talin vera einkennandi fyrir þéttari neðri hluta 28

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.