Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 48
um áherslumun sé að ræða einkum er varðar jarðfræðilega byggingu ýmissa lághitakerfa og að sum lághitakerfi fái a.m.k. hluta af varma sínum frá stað- bundnum kvikuinnskotum. NIÐURSTÖÐUR FYRRI RANNSÓKNA Gunnar Böðvarsson (1961) flokkaði jarðhitasvæði á íslandi í lághita- og háhitasvæði, en áður hafði hann (Gunnar Böðvarsson, 1950) ritað merka grein um eðli jarðhitans. Há- hitasvæðin Iiggja í eða við jaðra gos- beltanna, en lághitasvæðin í eldra bergi, kvarteru og tertíeru. Gunnar taldi, að varmagjafi háhitasvæðanna væri kvikuinnskot, en að lághitinn tengdist ekki kvikuvirkni. Síðari at- huganir hafa rennt stoðum undir til- gátu Gunnars um varmagjafa háhita- svæðanna. Til dæmis hafa jarðeðlis- fræðilegar athuganir sýnt að kvikuhólf er á 3-7 km dýpi undir jarðhitakerfinu við Kröflu (Páll Einarsson, 1978; Axel Björnsson o. fl. 1979) (1. mynd). Bor- anir á háhitasvæðum eins og Nesja- völlum og Kröflu hafa leitt í ljós inn- skotsberg á 1-2 km dýpi (t.d. Valgarð- ur Stefánsson, 1981; Benedikt Steingrímsson o.fl., 1986). Við kólnun þessara innskota hlýtur varmi að hafa streymt upp í hærra liggjandi jarðhita- kerfi. Hin virku háhitasvæði eru flest inn- an virkra megineldstöðva. Athuganir á slíkum eldstöðvum í kvarteru og ter- tíeru bergi, þar sem rof hefur rist ofan í þær, sýnir að innskot eru mjög al- geng í rótum þeirra (Walker, 1963; Annels, 1967; Guðmundur Ó. Frið- leifsson, 1983). Yfir innskotunum er berg ummyndað og gefa ummyndun- arsteindirnar ótvíræða vísbendingu um fornan háhita þar (Walker, 1963, 1966; Haraldur Sigurðsson, 1966; Annels, 1967; Guðmundur Ó. Frið- leifsson, 1983). Við kólnun innskot- anna hefur varmastreymi myndað jarðhitakerfi í berginu yfir þeim. Alllöngu áður en Gunnar Böðvars- son setti fram hugmynd sína um flokkun jarðhitasvæða hafði Trausti Einarsson (1937, 1942) sett fram líkan til að skýra uppruna og eðli lághitans. Síðar hnykkti hann á kenningu sinni og útfærði nánar (Trausti Einarsson, 1966). Líkan Trausta felur í sér, að lághitavatnið sé regnvatn að uppruna, sem fellur á hálendi og rennur djúpt í jörðu til láglendis, þar sem upp- streymi verður. Vatnið hitnar á leið sinni við streymi gegnum heitan berg- grunn og nælir sér í hluta af þeim varmastraumi sem leitar upp í gegnum jarðskorpuna úr iðrum jarðar. Líkan Trausta felur í sér, að lághitinn sé stöðugt fyrirbæri (æstæður) og að lág- hitasvæðin, sem einkum eru á lág- lendi, séu uppstreymissvæði. Um það leyti, sem Trausti setti fyrst fram kenningar sýnar um eðli lághit- ans, var sú skoðun ríkjandi, að jarð- hitavatn sækti varma sinn til kviku og vatnið sjálft væri frá kvikuvessum komið, a.m.k. að hluta, en ekki regn- vatn (t.d. Allan og Day, 1935; Barth, 1950). Þó höfðu áður komið fram hug- myndir andstæðar þessum. Hague (1911), sem fyrstur manna rannsakaði jarðhitann í Yellowstoneþjóðgarðin- um í Wyoming í Bandaríkjunum, setti fram þá tilgátu, að jarðhitavatnið væri regnvatn að uppruna, uppleystu efnin í því komin úr grannberginu við út- skolun, en að lofttegundin köfnunar- efni væri ættuð úr andrúmsloftinu. Áður hafði Bunsen (1847) komist að hliðstæðri niðurstöðu um jarðhitann á íslandi. Eins og sést af 2. mynd er lághita víða að finna í kvarterum og tertíerum berggrunni hér á landi. í borholu við Leirá í Leirársveit hefur mælst 175° 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.