Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 47
Stefán Arnórsson og Sigurður R. Gíslason Um uppruna lághitasvæða á íslandi INNGANGUR Á undanförnum tveimur áratugum hafa mótast nokkuð ákveðnar hug- myndir um uppruna háhita á íslandi og yfirleitt munu jarðvísindamenn, sem stunda jarðhitarannsóknir, vera sammála um það almenna líkan, sem sett hefur verið fram (sjá t.d. Guð- mundur Pálmason og Kristján Sæ- mundsson, 1974; Stefán Arnórsson o.fl., 1978; Ingvar Birgir Friðleifsson, 1979). Petta líkan byggir öðru fremur á athugunum í borholum og jarðfræði- legri byggingu háhitakerfa. Aðalein- kenni líkansins er það, að kvika eða heit innskot séu varmagjafi háhitans og að háhitakerfi séu einkum bundin við megineldstöðvar. Kerfin eru hrær- ingarkerfi,* heita vatnið er staðbund- in úrkoma og lekt er einkum bundin við gliðnunarsprungur, en einnig upp- haflega groppu bergsins. Um lághitann er ekki sömu sögu að * Orðið hræring er þýðing Trausta Einars- sonar (1966) á enska orðinu „convection". í hræringarkerfum ræðst streymi af mis- mun á eðlisþyngd heits og kalds vatns en ekki af yfirþrýstingi vegna mismunandi hæðar á grunnvatnsborði. í hræringarkerf- um verður niðurstreymi á köldu vatni og uppstreymi á heitu vegna þess að kalt vatn er eðlisþyngra en heitt. segja. Það almenna líkan, sem Trausti Einarsson (1937,1942,1966) setti fram um eðli lághitans fyrir um 50 árum, hefur yfirleitt verið viðurkennt, þótt margir hafi verið farnir að efast um ágæti þess eftir að gögn, sem ekki samrýmdust líkani Trausta, hafa safn- ast saman við djúpboranir og nýtingu lághitans. Á ráðstefnunni „Vatnið og landið“, sem haldin var í október, 1987, voru flutt 3 erindi, sem vörðuðu eðli lághit- ans (Axel Björnsson o.fl., 1987; Ól- afur G. Flóvenz o.fl., 1987 og Stefán Arnórsson, 1987). Áherslan í þessum erindum var sú, að lághitinn væri hvorki æstæður né að hann tengdist djúpri hringrás grunnvatns frá hálendi til láglendis eins og líkan Trausta gerði ráð fyrir. Aðrir höfðu þó áður fjallað um eðli lághitans og gert at- hugasemdir við líkan Trausta. Má þar einkum nefna Gunnar Böðvarsson, (1950, 1982, 1983), en einnig Svein- björn Björnsson (1980) og Stefán Arn- órsson og Gunnar Ólafsson (1986). Þessi grein lýsir nánar þeim hug- myndum um eðli lághitans, sem komu fram hjá fyrsta höfundi þessarar grein- ar á ráðstefnunni „Vatnið og landið“. Þær eru í öllum aðalatriðum sam- hljóða þeim hugmyndum, sem Axel Björnsson o.fl. (1990) hafa lýst, þótt Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 39-56, 1990. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.