Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 59
hafa lágt eðlisviðnám, en basalthraun- syrpur hærra. í einstökum syrpum er bæði að finna hraunlög og brotaberg. Vera má, að misgengi hafi oft raskað jarðlögum þannig, að móberg og bas- althraun standist á sitt hvorum megin við sprungu. í slíkum tilfellum er erf- itt að skera úr um það, hvort vatnsæð í borholu eigi tilveru sína að þakka misgengi eða lekum lagamótum. Hitastigull er geysilega hár í borhol- unni í Stardal. Sú hola liggur aust- an við Krísuvíkursprungusveiminn. Skýra má þennan háa hitastigul með því, að hið forna háhitakerfi, sem rek- ið hefur út úr gosbeltinu, sé þar undir. Hefur það ekki náð að kólna jafnmik- ið og jarðhitakerfin í Mosfellssveit, vegna þess að Stardalur hefur ekki enn náð að reka inn í Krísuvíkur- sprungusveiminn. Laugardalur og Biskupstungur í ofanverðri Árnessýslu, í Biskups- tungum og Laugardal, er lághita að finna á mörgum stöðum (8. mynd). Nær öll varmaorkan (>90%) er þó bundin við örfáa staði (8. mynd). Ef Reykholt er undanskilið virðast afl- mestu jarðhitastaðirnir að mestu bundnir við tvö belti sem liggja um það bil A-V. Brotalínur með NNA-stefnu eru ríkjandi í uppsveitum Árnessýslu, en sprungur með ANA- og N-S stefnu eru þó allmargar og taldar yngri (Lúð- vík Georgsson o.fl., 1988). A nokkr- um jarðhitastöðum hafa fundist óyggj- andi merki um hreyfingar á NNA- lægum sprungum á nútíma eins og við Laugarvatn, Efri-Reyki og Laugarás (Lúðvík Georgsson o.fl., 1988). Á nokkrum jarðhitastöðum austan við það lághitasvæði, sem hér er til umræðu, eins og t.d. við Brúarhlöð, sést að heitt vatn kemur upp þar sem NNA- og ANA-lægar sprungur skerast. Samkvæmt tvívetnismælingum Braga Árnasonar (1976) er vatnið í umræddum lághitakerfum úrkoma, sem fallið hefur á hálendið í gosbelt- inu norðan þeirra, allt upp í Langjök- ul. Sama er að segja um þær kaldar uppsprettur, sem koma fram á lág- lendi undan fjöllunum og gögn eru til yfir. Verður því að ætla, að grunnvatn streymi til suðurs út úr gosbeltinu. Sumsstaðar sést, að kaldar uppsprett- ur eru tengdar sprungum með NNA- stefnu. Þar sem gosbeltið breikkar 7. mynd. Lághiti á Mið-Norðurlandi. Jarðskjálftaupptök (Páll Einarsson 1989) marka m.a. virk þvergengi, sem tengja Kolbeinseyjarhrygg við gosbeltið á Norðausturlandi. NV-SA línur marka líkleg eldri þvergengi. Kolbeinseyjarhryggur liggur norðan lághitans á Mið-Norðurlandi. Gliðnun í framhaldi af hryggnum til suðurs gæti hafa orsakað lekt um gömul misgengi og bergganga í annars þéttum berggrunni og þannig skapað skilyrði til myndunar lághitakerfanna. Eins er mögulegt að gliðnun til norðurs hafi átt sér stað frá gosbeltinu, sem liggur fyrir sunnan. Low-temperature activity in Mid-North Iceland. Some of the earthquake epicentres (Einarsson 1989) mark active transform faults which connect the Kolbeinsey Spreading Ridge and the active volcanic belt in Northeast Iceland. NV-SE trending lines mark likely older transform faults. The Kolbeinsey Ridge lies to the north of the low-temperature areas in Mid-North Iceland. Crustal extension to the south of the ridge could have formed permeability at old faults and dykes in otherwise imper- meable bedrock and in this way created the necessary conditions for the development of low-temperature geothermal systems. It is also possible the extension has occurred in a northerly direction from the volcanic belt lying to the south. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.