Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 30
5. mynd. Sprunga í jarðlögum á jarðhitasvæðinu á Glerárdal í Eyjafirði. Sprungan er fyllt með jarðhitaútfellingum. Hún nær neðan úr blágrýtisberg- grunninum, sem er nokkurra milljón ára gamall, og upp í gegn um setlög frá nútíma, sem eru yngri en fO þúsund ára gömul. Þctta sýnir að jarðhita- sprungan hefur hreyfst eftir að ísöld lauk. (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984, teikning: Helgi Torfason). A narrow fissure intersecting a tertiary basaltic beadrock and postglacial sedi- ments on the top. The fissure is filled with solids precipitated from geotliermal water. This demonstrates postglacial tec- tonic movements along fissures within geothermal systems. að þeirri niðurstöðu að jarðhitinn væri óstöðugt fyrirbæri setti hann fram til- gátu um upphaf lághitans. Hún er á þá leið að sprungur, sem jarðhitinn tengdist, hafi opnast við spennubreyt- ingar í jarðskorpunni í lok ísaldar en þá reis land hratt eftir að fargi jökla létti (Gunnar Böðvarsson 1982). Þetta getur þó ekki verið eina skýringin á lághitanum. Að vísu hlýtur landlyfting í lok ísaldar að eiga einhvern hlut að máli, en hæpið er að svo mikill munur sé á jarðhita sitt hvoru megin eystra gosbeltisins ef þetta er aðalskýringin. Þar sem heitt vatn streymir til yfir- borðs ber það með sér uppleyst efni, sem falla út við kólnun í efri jarðlög- um. Þannig stíflast uppstreymisrásirn- ar með tímanum nema hreyfing verði á jarðskorpunni, sem heldur sprung- unum opnum. Á síðustu árum hafa jarðhitarannsóknir einkum beinst að nákvæmri kortlagningu sprungna í grennd við jarðhitastaðina. Hefur víða komið í ljós að jarðhitinn er tengdur sprungum, sem hafa verið virkar eftir að ísöld lauk. Sem dæmi má nefna að við jarðhitasvæðið í Gler- árgili í Eyjafirði hefur fundist sprunga í malarlögum frá nútíma, sem er fyllt með jarðhitaútfellingum (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984a). Þetta sýnir greinileg tengsl jarðhita og virkra sprungna í jarðskorpunni utan eld- virku beltanna og utan megin jarð- skjálftasvæða landsins. Þessi sprunga er sýnd á 5. mynd, og á 6. mynd er sýnd sprunga í gömlu rofnu bergi, sem fyllst hefur af jarðhitaútfellingum. Greinilegar sprungur frá nútíma sjást á jarðhitasvæðinu við Deildar- tungu (Lúðvík Georgsson o.fl. 1984). ?? j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.