Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 30
5. mynd. Sprunga í jarðlögum á jarðhitasvæðinu á Glerárdal í Eyjafirði. Sprungan er fyllt með jarðhitaútfellingum. Hún nær neðan úr blágrýtisberg- grunninum, sem er nokkurra milljón ára gamall, og upp í gegn um setlög frá nútíma, sem eru yngri en fO þúsund ára gömul. Þctta sýnir að jarðhita- sprungan hefur hreyfst eftir að ísöld lauk. (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984, teikning: Helgi Torfason). A narrow fissure intersecting a tertiary basaltic beadrock and postglacial sedi- ments on the top. The fissure is filled with solids precipitated from geotliermal water. This demonstrates postglacial tec- tonic movements along fissures within geothermal systems. að þeirri niðurstöðu að jarðhitinn væri óstöðugt fyrirbæri setti hann fram til- gátu um upphaf lághitans. Hún er á þá leið að sprungur, sem jarðhitinn tengdist, hafi opnast við spennubreyt- ingar í jarðskorpunni í lok ísaldar en þá reis land hratt eftir að fargi jökla létti (Gunnar Böðvarsson 1982). Þetta getur þó ekki verið eina skýringin á lághitanum. Að vísu hlýtur landlyfting í lok ísaldar að eiga einhvern hlut að máli, en hæpið er að svo mikill munur sé á jarðhita sitt hvoru megin eystra gosbeltisins ef þetta er aðalskýringin. Þar sem heitt vatn streymir til yfir- borðs ber það með sér uppleyst efni, sem falla út við kólnun í efri jarðlög- um. Þannig stíflast uppstreymisrásirn- ar með tímanum nema hreyfing verði á jarðskorpunni, sem heldur sprung- unum opnum. Á síðustu árum hafa jarðhitarannsóknir einkum beinst að nákvæmri kortlagningu sprungna í grennd við jarðhitastaðina. Hefur víða komið í ljós að jarðhitinn er tengdur sprungum, sem hafa verið virkar eftir að ísöld lauk. Sem dæmi má nefna að við jarðhitasvæðið í Gler- árgili í Eyjafirði hefur fundist sprunga í malarlögum frá nútíma, sem er fyllt með jarðhitaútfellingum (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984a). Þetta sýnir greinileg tengsl jarðhita og virkra sprungna í jarðskorpunni utan eld- virku beltanna og utan megin jarð- skjálftasvæða landsins. Þessi sprunga er sýnd á 5. mynd, og á 6. mynd er sýnd sprunga í gömlu rofnu bergi, sem fyllst hefur af jarðhitaútfellingum. Greinilegar sprungur frá nútíma sjást á jarðhitasvæðinu við Deildar- tungu (Lúðvík Georgsson o.fl. 1984). ?? j

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.