Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 35
bráðið. Dýpi á þetta lag reynist vera svipað og dýpi niður á 1100°C jafnhita- flöt, sem fundinn er með því að fram- lengja hitastigulinn í borholum. 7. mynd sýnir að hitastigull vex inn að gosbeltunum og því grynnkar á hlutbráðna lagið. Inni í sjálfum gos- beltunum er ekki unnt að meta hita- stigul út frá mælingum í grunnum hol- um, því bergið er þar hriplekt og allur varmi flyst burt með vatni, sem streymir um bergið í efsta kílómetran- um. Jarðstraumamælingarnar sýna þó að grynnst er á hlutbráðna lagið innan gosbeltanna. Þessar niðurstöður benda til þess að dýpi niður á hlutbráðna lagið ráði mestu um hinn almenna varmastraum og hitaástand jarðskorpunnar undir Islandi. A lághitasvæðum flytur hringrás vatns í sprungum varmann úr neðri hlutum skorpunnar í átt til yfir- borðs. Þó hitaástand jarðskorpunnar bendi þannig til þess að lághitasvæðin hafi ekki staðbundna hitagjafa er ekki hægt að útiloka að staðbundin kóln- andi kvikuinnskot í rótum gamalla megineldstöðva geti valdið háum hita- stigli, t.d. næst gosbeltinu á Suðvest- urlandi. HITAMÆLINGAR í BORHOLUM Á LÁGHITASÐVÆÐUM. Það er einkar fróðlegt að bera sam- an svæðisbundinn hitastigul og hita, sem mældur er í borholum innan jarð- hitasvæða. Nær alls staðar kemur í ljós að hiti í jörðu ofan ákveðins dýpis innan jarðhitasvæðanna er mun hærri en vænta má út frá svæðisbundnum hitastigli. í neðri hluta jarðhitakerf- anna er þessu öfugt farið. Þar er hiti innan jarðhitakerfanna mun lægri en vænta má út frá svæðisbundnum hita- stigli. Þannig koma neðri hlutar jarð- hitakerfanna fram sem kuldablettir í jarðskorpunni. Dæmi um þetta eru sýnd á 8. mynd. Líklegasta skýring þessa er sú að staðbundið varmanám með hjálp hræringar eigi sér stað und- ir þessum jarðhitasvæðum. Kalt vatn leitar niður inni á jarðhitasvæðinu sjálfu eða í næsta nágrenni þess, hitn- ar þar og tekur varma úr berginu. Heita vatnið stígur síðan til yfirborðs vegna þess að heitt vatn er eðlisléttara en kalt og skilar af sér varmanum í efri jarðlögum. Hluti vatnsins leitar til yfirborðs í laugum og hverum en hluti heldur áfram hringrásinni. Þessi niðurstaða er í mótsögn við æs- tæða líkanið. Samkvæmt því ætti hita- stig í dýpri hluta jarðhitakerfanna ekki að vera lægra en vænta má út frá svæð- isbundnum hitastigli. Þetta þýðir enn- fremur að niðurstreymi í jarðhitakerfin getur ekki verið mjög langt frá upp- streyminu, annars myndi nást hitajafn- vægi milli vatns og bergs áður en vatnið kæmi að uppstreymisrásunum og kæl- ing ætti ekki að vera mikil neðst í þeim. Þessi niðurstaða þarf ekki að þýða að vatnið í jarðhitakerfunum sé að uppruna staðbundin úrkoma. Að sjálfsögðu er bergið vatnsmettað og hægur grunnvatnsstraumur er frá há- lendi til láglendis. Þegar sprungur opnast í bergi og jarðhitakerfi mynd- ast safnast vatn úr berginu í sprung- una og tekur þátt í hræringunni. Að einhverju leyti bætist staðbundið regnvatn í sprunguna svo og vatn runnið að á yfirborði eða á litlu dýpi. Að hve miklu leyti staðbundið yfir- borðsvatn berst niður í jarðhitakerfið ræðst væntanlega af því hversu opinn og sprunginn berggrunnurinn er. Á opnum, lítt ummynduðum, svæðum á yfirborðsvatn mun greiðari leið niður heldur en á jarðhitasvæði sem er í gömlum þéttum og lítt sprungnum blágrýtislögum. Rannsóknir Braga Árnasonar (1976) á tvívetni benda til þess að víðast hvar sé þorri jarðhita- 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.