Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 35
bráðið. Dýpi á þetta lag reynist vera svipað og dýpi niður á 1100°C jafnhita- flöt, sem fundinn er með því að fram- lengja hitastigulinn í borholum. 7. mynd sýnir að hitastigull vex inn að gosbeltunum og því grynnkar á hlutbráðna lagið. Inni í sjálfum gos- beltunum er ekki unnt að meta hita- stigul út frá mælingum í grunnum hol- um, því bergið er þar hriplekt og allur varmi flyst burt með vatni, sem streymir um bergið í efsta kílómetran- um. Jarðstraumamælingarnar sýna þó að grynnst er á hlutbráðna lagið innan gosbeltanna. Þessar niðurstöður benda til þess að dýpi niður á hlutbráðna lagið ráði mestu um hinn almenna varmastraum og hitaástand jarðskorpunnar undir Islandi. A lághitasvæðum flytur hringrás vatns í sprungum varmann úr neðri hlutum skorpunnar í átt til yfir- borðs. Þó hitaástand jarðskorpunnar bendi þannig til þess að lághitasvæðin hafi ekki staðbundna hitagjafa er ekki hægt að útiloka að staðbundin kóln- andi kvikuinnskot í rótum gamalla megineldstöðva geti valdið háum hita- stigli, t.d. næst gosbeltinu á Suðvest- urlandi. HITAMÆLINGAR í BORHOLUM Á LÁGHITASÐVÆÐUM. Það er einkar fróðlegt að bera sam- an svæðisbundinn hitastigul og hita, sem mældur er í borholum innan jarð- hitasvæða. Nær alls staðar kemur í ljós að hiti í jörðu ofan ákveðins dýpis innan jarðhitasvæðanna er mun hærri en vænta má út frá svæðisbundnum hitastigli. í neðri hluta jarðhitakerf- anna er þessu öfugt farið. Þar er hiti innan jarðhitakerfanna mun lægri en vænta má út frá svæðisbundnum hita- stigli. Þannig koma neðri hlutar jarð- hitakerfanna fram sem kuldablettir í jarðskorpunni. Dæmi um þetta eru sýnd á 8. mynd. Líklegasta skýring þessa er sú að staðbundið varmanám með hjálp hræringar eigi sér stað und- ir þessum jarðhitasvæðum. Kalt vatn leitar niður inni á jarðhitasvæðinu sjálfu eða í næsta nágrenni þess, hitn- ar þar og tekur varma úr berginu. Heita vatnið stígur síðan til yfirborðs vegna þess að heitt vatn er eðlisléttara en kalt og skilar af sér varmanum í efri jarðlögum. Hluti vatnsins leitar til yfirborðs í laugum og hverum en hluti heldur áfram hringrásinni. Þessi niðurstaða er í mótsögn við æs- tæða líkanið. Samkvæmt því ætti hita- stig í dýpri hluta jarðhitakerfanna ekki að vera lægra en vænta má út frá svæð- isbundnum hitastigli. Þetta þýðir enn- fremur að niðurstreymi í jarðhitakerfin getur ekki verið mjög langt frá upp- streyminu, annars myndi nást hitajafn- vægi milli vatns og bergs áður en vatnið kæmi að uppstreymisrásunum og kæl- ing ætti ekki að vera mikil neðst í þeim. Þessi niðurstaða þarf ekki að þýða að vatnið í jarðhitakerfunum sé að uppruna staðbundin úrkoma. Að sjálfsögðu er bergið vatnsmettað og hægur grunnvatnsstraumur er frá há- lendi til láglendis. Þegar sprungur opnast í bergi og jarðhitakerfi mynd- ast safnast vatn úr berginu í sprung- una og tekur þátt í hræringunni. Að einhverju leyti bætist staðbundið regnvatn í sprunguna svo og vatn runnið að á yfirborði eða á litlu dýpi. Að hve miklu leyti staðbundið yfir- borðsvatn berst niður í jarðhitakerfið ræðst væntanlega af því hversu opinn og sprunginn berggrunnurinn er. Á opnum, lítt ummynduðum, svæðum á yfirborðsvatn mun greiðari leið niður heldur en á jarðhitasvæði sem er í gömlum þéttum og lítt sprungnum blágrýtislögum. Rannsóknir Braga Árnasonar (1976) á tvívetni benda til þess að víðast hvar sé þorri jarðhita- 27

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.