Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 38
10. mynd. Einfaldað líkan af lághitasvæði. Lághitasvæði myndast við hringrás vatns í sprungum og brotnu bergi. Grunnvatnið leitar inn í jarðhitakerfin, einkum í efri jarðlög- um þar sem lekt er mest. Minna vatn kemst inn í jarðhitakerfin á miklu dýpi þar sem grunnvatnsstraumurinn er mjög hægur. Vatnið nemur varma úr neðri hluta jarðskorp- unnar, sem kólnar við það, og flytur varmann upp í efri jarðlög. Afl lághitasvæða er einkum háð lekt jarðlaga, hitastigli og spennuástandi jarðskorðunnar. Simplified model of a low temperature geothermal system in lceland. Convection of water transports heat from the lower part of the crust up to the surface. vatnskerfi væri kaldi hluti hræringar- kerfisins, þar sem vatn rynni niður í kerfið. Sett var kenniefni niður í köldu holuna og fylgst með því hvort og hvenær það kæmi fram í hinum holunum. Eftir tæpa viku kom kenni- efnið fram í miklum mæli í vatnsmestu holunni þar sem hiti vatnsins var lið- lega 80°C. Efnagreiningar og sam- sæturannsóknir sýna að þarna er ekki um beina blöndun tveggja vatnskerfa að ræða heldur staðbundna hitnun vatns og varmanám. Þessi tilraun styður því eindregið hugmyndina um að lághitasvæðin einkennist af stað- bundnu varmanámi. Varmanámið í jarðhitakerfinu við Árbæ er í kerfi þar sem rennsli til yfir- borðs hefur verið örvað með borun. Búast má við að varmanám við nátt- úrulegar aðstæður hafi verið mun minna. Líta má á borun í náttúrulegt jarðhitakerfi á svipaðan hátt og jarð- skjálfta, sem opnar sprungur í kerf- inu. Varmanámið er væntanlega háð því hversu mikið vatn nær til yfir- borðs, því meira sem upp rennur þeim mun örara er varmanámið. HRÆRING OG VARMANÁM. Eins og fram kemur hér að framan þá sýna tiltæk gögn að flest lághita- svæði, sem borað hefur verið í, ein- kennast af staðbundinni hræringu, sem hefur kælt neðri hluta jarðskorp- unnar innan svæðanna. Jafnframt ein- kennast lághitasvæðin af því að rennslisrásir vatnsins eru nær lóðrétt- ar sprungur, sem í mörgum tilfellum fylgja göngum. Kenningar um eðli lághitans verða að taka tillit til þess- ara þátta. Kenning Gunnars Böðvars- 30 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.