Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 61

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 61
Einnig kemur til greina, að hliðrun hafi orðið um brotalínur með ANA- læga stefnu, sem valdi því, að vatn, sem rennur eftir NNA-sprungunum frá hálendi vilji leita til yfirborðs á sprungumótunum. Hugsanlegt er, að kvika, sem streymir upp undir gos- beltinu, geti leitað út eftir NNA- sprungunum og veitt lághitanum varma (Stefán Arnórsson og Gunnar Ólafsson, 1986). Sá möguleiki virðist líka fyrir hendi, að lárétt hreyfing eigi sér stað á djúp- stæðum þvergengjum eða sprungum með ANA- eða A-V stefnu hliðstætt því sem vitað er um sprungu- og skjálftabelti það, sem sunnar liggur og tengist Suðurlandsskjálftum. Raunar er talið mögulegt, að þvergengi af þessu tagi hafi færst til suðurs í tímans rás líkt og lýst var hér að ofan með færslu þvergengja norðanlands til norðurs. Ef hreyfingar eiga sér enn stað á djúpstæðum A-V þvergengjum í uppsveitum Árnessýslu gæti það leitt við myndunar sprungna yfir þeim með nálægt N-S stefnu eins og verður með vissu neðar á Suðurlandsundirlendi í tengslum við Suðurlands-skjálfta- sprunguna þar. Ofangreind umræða um lághitann í ofanverðri Árnessýslu er vissulega nokkuð getsagnakennd enda þau gögn, sem hún byggir á takmörkuð. Djúpar borholur eru engar á svæðinu utan ein hola við Reykholt og ein við Efri-Reyki. Frekari djúpboranir gætu veitt nauðsynlegar upplýsingar til að sannreyna eða afsanna ofangreind lík- ön. NIÐURLAG Hér að framan hefur verið dregin upp mynd af þremur lághitasvæðum og þeim gögnum lýst stuttlega, sem þessar myndir, þ.e. líkön, byggja á. Ljóst er, að gögnin eru ófullkomin. Ekki er alltaf auðvelt að tengja öll gögnin saman í eitt líkan. Má sem dæmi nefna, að yfirborðsjarðfræði í Mosfellsveit og fleiri gögn benda til þess, að lekt í jarðhitakerfinu tengist Krísuvíkursprungusveimnum. Túlkun borholugagna er hins vegar á þá leið, að vatnsæðar séu aðallega á lagamót- um. Af þessu sést að ekki er einu sinni auðvelt að skilja þau gögn, sem safnað er fyrir einstök lághitakerfi hvað þá að draga upp einfaldað og rétt líkan af þeim þáttum, sem ein- kenna þau. Umfangsmiklar athuganir hafa ver- ið gerðar á fjölmörgum lághitasvæð- um hérlendis. Hafa þær einkum haft það að markmiði að afla heits vatns með borunum til húshitunar eða ann- arra nota. Við þessar athuganir hefur vissulega verið lögð áhersla á að skilja hverskonar jarðmyndanir ráða lekt í uppstreymisrásum. Að því er varðar lághita í tertíerum berggrunni eru all- ar niðurstöður á einn veg, nefnilega að lekt tengist nær lóðréttum leiður- um, berggöngum, en þó sér í lagi mis- gengjum og sprungum. Sömu sögu er að segja um lághita í kvarterum berg- grunni, þótt stundum virðist lekt bundin við upphaflega groppu bergs- ins, gjallkarga hraunlaga, stuðla- sprungur eða millilög. Djúpar holur hafa verið boraðar við nokkra þéttbýl- isstaði utan lághitasvæða með það fyr- ir augum að afla heits vatns til húshit- unar. Þessar boranir hafa leitt í ljós, að lekt berggrunnsins er jafnan mjög lítil. Því virðist ljóst, að lághitakerfi myndast þar sem lekt er óvenjulega mikil. Ef unnt er að finna eitthvað sameig- inlegt einkenni á eðli lághita á íslandi þá virðist það vera það, að hann er tengdur hræringu í ungum sprungum. Sprungurnar auka lekt berggrunnsins, sem annars er minna eða lítið vatns- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.