Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 14
var ekkert að sjá, nema mósvarta vik- urauðnina, þar sem áður voru tún og engjar. Það mun víst enginn lá þeim, sem fyrir þessum ósköpum urðu, þótt þeir tækju að ugga um hag sinn og óttuð- ust um afkomu búpenings síns. Enda er slíkt að vonum ægilegt, að sjá allt sitt nytjaland breytt í auðn rétt fyrir gróandi vorsins. Og í upphafi mátti enginn fyrir sjá, hvað á eftir kæmi. Aðkomumenn, er komu á öskusvæðið fyrstu dagana eftir að askan féll, urðu einnig margir lostnir ótta um hag og framtíð þessara sveita. Mér verður minnisstætt samtal, er ég átti í Reykjavík við einn ráðamann þjóðfé- lags vors um þessar mundir. Hann var þá nýkominn austan úr Fljótshlíð. Þótti honum því líkt þar um að litast, að hann taldi trúlegast, að Fljótshlíðar biðu sömu örlög og Þjórsárdals, að breytast í auðn og blásna sanda. Taldi hann líkur benda til, að allar jarðir í Inn-Fljótshlíð myndu fara í eyði, ekki aðeins um stundarsakir, heldur jafn- vel að fullu. Ég reyndi að malda í mó- inn, og kvaðst hafa þá trú, að máttur gróandinnar á þessum slóðum væri svo mikill, að mestur hluti þess lands, sem þá í byrjun apríl var hulið ösku og vikri, mundi þegar á komandi sumri gróa að mestu, og fjarri mundi því fara, að til fullrar landauðnar horfði, þótt ljótt væri nú um að litast. Benti ég máli mínu til stuðnings á Öskjugos- ið 1875. En á efri Jökuldal, sem þá varð harðast úti, voru allar jarðir aftur byggðar á næstu þremur árum, þótt bændur flýðu þær hið fyrsta ár. Hefði þó vikurfallið verið meira í því gosi en nú, og Jökuldalur allmiklu harðbýlli sveit og gróðurminni en Fljótshlíð og Eyjafjöll. Ekki lagði valdsmaðurinn mikinn trúnað á orð mín, og þótti slík umræða fávísleg að vonum, þar eð eg hefði ekki séð verksummerki. Lauk svo samtali okkar, að sitt sýndist hvorum. Samtal þetta átti drjúgan þátt í því, að ég afréð að ferðast um Rangárþing á þessu sumri. Að vísu hafði mér flog- ið það í hug áður, því að fáir grasa- fræðingar hafa lagt þar um leiðir sín- ar; gerði ég því ráð fyrir, að þar mundi ýmislegt vera að sjá um út- breiðslu tegunda, en eink'um lék mér hugur á að sjá með eigin augum, hversu gróður hefðist við á öskusvæð- inu sjálfu. Hvort ég hefði nokkuð of- mælt í áður greindu samtali, eða hvort trú mín á vaxtarmátt og þolni íslenzks gróðurs væri hjátrú ein, eða að „svo mælti barn sem vildi“. GRÓÐURATHUGANIR Því var það, að laugardaginn 19. júlí var ég kominn austur í Fljótshlíð og lónaði á „jeppanum“ mínum inn eftir hlíðinni. Fór ég hægt og nam víða staðar, því að margt var að sjá, og eins vildi ég njóta eins hinna fáu góð- viðrisdaga, sem komu á Suðurlandi á því herrans sumri 1947. Um utanverða hlíðina sáust engin verksummerki, sem ekki var við að búast, því að þar hafði einungis fallið smágerð aska, sem samstundis hvarf niður í rótina. Samt kom hún í ljós, þar sem slegið var með orfi og ljá, því að mjög eyddi hún biti úr ljánum. Við Þverá fyrir utan Hlíðarenda skipti um. Land var þar að vísu al- grænt að kalla, en hvarvetna í lautum lágu vikurskaflar, og niðri í grasrót- inni svarraði alstaðar í vikurmylsn- unni. Eftir því sem innar dregur í hlíð- inni verða skaflarnir stærri, einkum uppi við brekkurnar. Ekki voru þeir svo stórir, að verulega athygli hefði vakið hjá ókunnugum, þeir myndu helzt hafa haldið, að þarna væri um að ræða blásin melabörð og kinnar, eins og svo víða er að sjá á voru landi. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.