Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 42
Með tímanum fyllast því flestar glufur í berginu af útfellingum og rennsli til yfirborðs minnkar, jarðhitasvæðið þéttir sig sjálft. Af og til verða jarð- hræringar, sem opna meginsprungurn- ar á ný og halda við rennslinu til yfir- borðs. Jarðhræringarnar hafa hins vegar lítil sem engin áhrif í þá átt að opna glufur í jarðlagastaflanum um- hverfis sprungurnar. Því einkennast mörg lághitasvæði af tiltölulega opn- um sprungum í annars afbrigðilega þéttu bergi. Þetta kemur glöggt fram í mælingum, sem gerðar hafa verið á hljóðhraða í bergi á nokkrum jarð- hitasvæðum. Þær sýna að í efri jarð- lögum er hljóðhraði innan jarðhita- svæðanna hærri og berg þar með þétt- ara en utan þeirra (Olafur G. Flóvenz og Karl Gunnarsson, óbirt gögn) NIÐURSTÖÐUR Frá því rannsóknir hófust á hverum og laugum á íslandi hafa hugmyndir um uppruna jarðhitavatns og eðli jarðhitasvæða verið margar og mis- munandi. Einkum hafa skoðanir verið skiptar um rennslisleiðir jarðhita- vatnsins og á hvern hátt það fær varma sinn úr berginu. Flestir vísinda- menn, sem rannsakað hafa jarðhita á þessari öld hafa komist að þeirri nið- urstöðu að jarðhitavatnið sé að upp- runa regnvatn, sem nær að seytla djúpt niður í jarðskorpuna. Þar hitnar það og leitar síðan upp til yfirborðs í hverum og laugum. Eldri hugmyndir um að jarðhitavatn sé ættað úr kviku eiga vart við rök að styðjast. Vegna augljósra tengsla eldvirkni og jarðhita á háhitasvæðum voru þó flestir þeirrar skoðunar að hraunkvika eða kólnandi innskot í jarðskorpunni væru einnig meginhitagjafi lághitasvæða. Trausti Einarsson (1942) hrakti þessa skoðun með ítarlegum rannsóknum lauga á Norðurlandi. Hann taldi að hinn stöð- ugi varmastraumur úr iðrum jarðar væri hitagjafi lághitasvæðanna og að jafnvægi ríkti á milli hins almenna varmastraums og upphitunar djúps grunnvatnsstraums. Gunnar Böðvars- son (1950) taldi hins vegar að þetta æstæða líkan gæti engan veginn skýrt afl stærstu lághitasvæðanna. Hann Ieiddi líkur að því að jarðhitasvæðin væru tímabundin fyrirbæri, sem tækju upp varma úr nærliggjandi berglög- um. Miklar nýjar upplýsingar hafa feng- ist um eðli lághitakerfanna á undan- förnum árum. Nákvæm jarðfræðikort- lagning í grennd við lághitasvæði hef- ur leitt í ljós að jarðhitinn virðist einkum vera tengdur virkum sprung- um og brotalínum. Þetta virðist eiga jafnt við um virku jarðskjálftasvæðin sem eldri jarðmyndanir landsins, þar sem jarðhræringa hefur lítt eða ekki orðið vart síðustu aldirnar. Viðbrögð jarðhitasvæða við langtíma vinnslu sýna að lektargildi, sem notuð hafa verið til þess að renna stoðum undir ■ æstæða líkanið um uppruna lághitans, eru of há. Lítil lekt leiðir til þess að grunnvatnsstraumur af hálendinu, djúpt í jörðu, er of hægur til að skýra það magn af heitu vatni sem flæðir til yfirborðs á lághitasvæðunum. Hita- mælingar í djúpum borholum á lág- hitasvæðum sýna að bergið er mun heitara ofan tiltekins dýpis en ætla mætti út frá svæðisbundnum hitastigli, en mun kaldara þar fyrir neðan. Þetta verður vart skýrt á annan veg en að staðbundin hringrás nemi varma neð- an ákveðins dýpis og flytji hann upp í efri jarðlög og til yfirborðs. Einnig sýnir tilraun, þar sem sett var niður kenniefni í jarðhitakerfi að Árbæ í Ölfusi, að þar á sér stað mjög virkt varmanám úr bergi og að hringrásin er mjög hröð og staðbundin. Þessi gögn eru í mótsögn við æstæða líkan- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.