Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 59
hafa lágt eðlisviðnám, en basalthraun- syrpur hærra. í einstökum syrpum er bæði að finna hraunlög og brotaberg. Vera má, að misgengi hafi oft raskað jarðlögum þannig, að móberg og bas- althraun standist á sitt hvorum megin við sprungu. í slíkum tilfellum er erf- itt að skera úr um það, hvort vatnsæð í borholu eigi tilveru sína að þakka misgengi eða lekum lagamótum. Hitastigull er geysilega hár í borhol- unni í Stardal. Sú hola liggur aust- an við Krísuvíkursprungusveiminn. Skýra má þennan háa hitastigul með því, að hið forna háhitakerfi, sem rek- ið hefur út úr gosbeltinu, sé þar undir. Hefur það ekki náð að kólna jafnmik- ið og jarðhitakerfin í Mosfellssveit, vegna þess að Stardalur hefur ekki enn náð að reka inn í Krísuvíkur- sprungusveiminn. Laugardalur og Biskupstungur í ofanverðri Árnessýslu, í Biskups- tungum og Laugardal, er lághita að finna á mörgum stöðum (8. mynd). Nær öll varmaorkan (>90%) er þó bundin við örfáa staði (8. mynd). Ef Reykholt er undanskilið virðast afl- mestu jarðhitastaðirnir að mestu bundnir við tvö belti sem liggja um það bil A-V. Brotalínur með NNA-stefnu eru ríkjandi í uppsveitum Árnessýslu, en sprungur með ANA- og N-S stefnu eru þó allmargar og taldar yngri (Lúð- vík Georgsson o.fl., 1988). A nokkr- um jarðhitastöðum hafa fundist óyggj- andi merki um hreyfingar á NNA- lægum sprungum á nútíma eins og við Laugarvatn, Efri-Reyki og Laugarás (Lúðvík Georgsson o.fl., 1988). Á nokkrum jarðhitastöðum austan við það lághitasvæði, sem hér er til umræðu, eins og t.d. við Brúarhlöð, sést að heitt vatn kemur upp þar sem NNA- og ANA-lægar sprungur skerast. Samkvæmt tvívetnismælingum Braga Árnasonar (1976) er vatnið í umræddum lághitakerfum úrkoma, sem fallið hefur á hálendið í gosbelt- inu norðan þeirra, allt upp í Langjök- ul. Sama er að segja um þær kaldar uppsprettur, sem koma fram á lág- lendi undan fjöllunum og gögn eru til yfir. Verður því að ætla, að grunnvatn streymi til suðurs út úr gosbeltinu. Sumsstaðar sést, að kaldar uppsprett- ur eru tengdar sprungum með NNA- stefnu. Þar sem gosbeltið breikkar 7. mynd. Lághiti á Mið-Norðurlandi. Jarðskjálftaupptök (Páll Einarsson 1989) marka m.a. virk þvergengi, sem tengja Kolbeinseyjarhrygg við gosbeltið á Norðausturlandi. NV-SA línur marka líkleg eldri þvergengi. Kolbeinseyjarhryggur liggur norðan lághitans á Mið-Norðurlandi. Gliðnun í framhaldi af hryggnum til suðurs gæti hafa orsakað lekt um gömul misgengi og bergganga í annars þéttum berggrunni og þannig skapað skilyrði til myndunar lághitakerfanna. Eins er mögulegt að gliðnun til norðurs hafi átt sér stað frá gosbeltinu, sem liggur fyrir sunnan. Low-temperature activity in Mid-North Iceland. Some of the earthquake epicentres (Einarsson 1989) mark active transform faults which connect the Kolbeinsey Spreading Ridge and the active volcanic belt in Northeast Iceland. NV-SE trending lines mark likely older transform faults. The Kolbeinsey Ridge lies to the north of the low-temperature areas in Mid-North Iceland. Crustal extension to the south of the ridge could have formed permeability at old faults and dykes in otherwise imper- meable bedrock and in this way created the necessary conditions for the development of low-temperature geothermal systems. It is also possible the extension has occurred in a northerly direction from the volcanic belt lying to the south. 51

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.