Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 47

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 47
Stefán Arnórsson og Sigurður R. Gíslason Um uppruna lághitasvæða á íslandi INNGANGUR Á undanförnum tveimur áratugum hafa mótast nokkuð ákveðnar hug- myndir um uppruna háhita á íslandi og yfirleitt munu jarðvísindamenn, sem stunda jarðhitarannsóknir, vera sammála um það almenna líkan, sem sett hefur verið fram (sjá t.d. Guð- mundur Pálmason og Kristján Sæ- mundsson, 1974; Stefán Arnórsson o.fl., 1978; Ingvar Birgir Friðleifsson, 1979). Petta líkan byggir öðru fremur á athugunum í borholum og jarðfræði- legri byggingu háhitakerfa. Aðalein- kenni líkansins er það, að kvika eða heit innskot séu varmagjafi háhitans og að háhitakerfi séu einkum bundin við megineldstöðvar. Kerfin eru hrær- ingarkerfi,* heita vatnið er staðbund- in úrkoma og lekt er einkum bundin við gliðnunarsprungur, en einnig upp- haflega groppu bergsins. Um lághitann er ekki sömu sögu að * Orðið hræring er þýðing Trausta Einars- sonar (1966) á enska orðinu „convection". í hræringarkerfum ræðst streymi af mis- mun á eðlisþyngd heits og kalds vatns en ekki af yfirþrýstingi vegna mismunandi hæðar á grunnvatnsborði. í hræringarkerf- um verður niðurstreymi á köldu vatni og uppstreymi á heitu vegna þess að kalt vatn er eðlisþyngra en heitt. segja. Það almenna líkan, sem Trausti Einarsson (1937,1942,1966) setti fram um eðli lághitans fyrir um 50 árum, hefur yfirleitt verið viðurkennt, þótt margir hafi verið farnir að efast um ágæti þess eftir að gögn, sem ekki samrýmdust líkani Trausta, hafa safn- ast saman við djúpboranir og nýtingu lághitans. Á ráðstefnunni „Vatnið og landið“, sem haldin var í október, 1987, voru flutt 3 erindi, sem vörðuðu eðli lághit- ans (Axel Björnsson o.fl., 1987; Ól- afur G. Flóvenz o.fl., 1987 og Stefán Arnórsson, 1987). Áherslan í þessum erindum var sú, að lághitinn væri hvorki æstæður né að hann tengdist djúpri hringrás grunnvatns frá hálendi til láglendis eins og líkan Trausta gerði ráð fyrir. Aðrir höfðu þó áður fjallað um eðli lághitans og gert at- hugasemdir við líkan Trausta. Má þar einkum nefna Gunnar Böðvarsson, (1950, 1982, 1983), en einnig Svein- björn Björnsson (1980) og Stefán Arn- órsson og Gunnar Ólafsson (1986). Þessi grein lýsir nánar þeim hug- myndum um eðli lághitans, sem komu fram hjá fyrsta höfundi þessarar grein- ar á ráðstefnunni „Vatnið og landið“. Þær eru í öllum aðalatriðum sam- hljóða þeim hugmyndum, sem Axel Björnsson o.fl. (1990) hafa lýst, þótt Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 39-56, 1990. 39

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.