Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 48

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 48
um áherslumun sé að ræða einkum er varðar jarðfræðilega byggingu ýmissa lághitakerfa og að sum lághitakerfi fái a.m.k. hluta af varma sínum frá stað- bundnum kvikuinnskotum. NIÐURSTÖÐUR FYRRI RANNSÓKNA Gunnar Böðvarsson (1961) flokkaði jarðhitasvæði á íslandi í lághita- og háhitasvæði, en áður hafði hann (Gunnar Böðvarsson, 1950) ritað merka grein um eðli jarðhitans. Há- hitasvæðin Iiggja í eða við jaðra gos- beltanna, en lághitasvæðin í eldra bergi, kvarteru og tertíeru. Gunnar taldi, að varmagjafi háhitasvæðanna væri kvikuinnskot, en að lághitinn tengdist ekki kvikuvirkni. Síðari at- huganir hafa rennt stoðum undir til- gátu Gunnars um varmagjafa háhita- svæðanna. Til dæmis hafa jarðeðlis- fræðilegar athuganir sýnt að kvikuhólf er á 3-7 km dýpi undir jarðhitakerfinu við Kröflu (Páll Einarsson, 1978; Axel Björnsson o. fl. 1979) (1. mynd). Bor- anir á háhitasvæðum eins og Nesja- völlum og Kröflu hafa leitt í ljós inn- skotsberg á 1-2 km dýpi (t.d. Valgarð- ur Stefánsson, 1981; Benedikt Steingrímsson o.fl., 1986). Við kólnun þessara innskota hlýtur varmi að hafa streymt upp í hærra liggjandi jarðhita- kerfi. Hin virku háhitasvæði eru flest inn- an virkra megineldstöðva. Athuganir á slíkum eldstöðvum í kvarteru og ter- tíeru bergi, þar sem rof hefur rist ofan í þær, sýnir að innskot eru mjög al- geng í rótum þeirra (Walker, 1963; Annels, 1967; Guðmundur Ó. Frið- leifsson, 1983). Yfir innskotunum er berg ummyndað og gefa ummyndun- arsteindirnar ótvíræða vísbendingu um fornan háhita þar (Walker, 1963, 1966; Haraldur Sigurðsson, 1966; Annels, 1967; Guðmundur Ó. Frið- leifsson, 1983). Við kólnun innskot- anna hefur varmastreymi myndað jarðhitakerfi í berginu yfir þeim. Alllöngu áður en Gunnar Böðvars- son setti fram hugmynd sína um flokkun jarðhitasvæða hafði Trausti Einarsson (1937, 1942) sett fram líkan til að skýra uppruna og eðli lághitans. Síðar hnykkti hann á kenningu sinni og útfærði nánar (Trausti Einarsson, 1966). Líkan Trausta felur í sér, að lághitavatnið sé regnvatn að uppruna, sem fellur á hálendi og rennur djúpt í jörðu til láglendis, þar sem upp- streymi verður. Vatnið hitnar á leið sinni við streymi gegnum heitan berg- grunn og nælir sér í hluta af þeim varmastraumi sem leitar upp í gegnum jarðskorpuna úr iðrum jarðar. Líkan Trausta felur í sér, að lághitinn sé stöðugt fyrirbæri (æstæður) og að lág- hitasvæðin, sem einkum eru á lág- lendi, séu uppstreymissvæði. Um það leyti, sem Trausti setti fyrst fram kenningar sýnar um eðli lághit- ans, var sú skoðun ríkjandi, að jarð- hitavatn sækti varma sinn til kviku og vatnið sjálft væri frá kvikuvessum komið, a.m.k. að hluta, en ekki regn- vatn (t.d. Allan og Day, 1935; Barth, 1950). Þó höfðu áður komið fram hug- myndir andstæðar þessum. Hague (1911), sem fyrstur manna rannsakaði jarðhitann í Yellowstoneþjóðgarðin- um í Wyoming í Bandaríkjunum, setti fram þá tilgátu, að jarðhitavatnið væri regnvatn að uppruna, uppleystu efnin í því komin úr grannberginu við út- skolun, en að lofttegundin köfnunar- efni væri ættuð úr andrúmsloftinu. Áður hafði Bunsen (1847) komist að hliðstæðri niðurstöðu um jarðhitann á íslandi. Eins og sést af 2. mynd er lághita víða að finna í kvarterum og tertíerum berggrunni hér á landi. í borholu við Leirá í Leirársveit hefur mælst 175° 40

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.