Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 13
Steindór Steindórsson frá Hlöðum Gróður og gjóska. Athuganir frá Heklusumrinu 1947 FORMÁLI Greinarkorn þetta er kafli úr ferða- þáttum um Rangárþing, sem birtust í Samvinnunni 1948. Ég hafði raunar ætlað að fylgjast með gróðrinum næstu árin eftir gjóskufallið 1947, en af því gat ekki orðið. Þar sem mér vit- anlega ekkert hefur verið ritað um áhrif gjóskufallsins á gróður, þótti mér rétt að birta þessar athuganir mínar á ný og í þetta sinn í Náttúru- fræðingnum. Þar varðveitast þær inn- an um annað náttúrufræðilegt efni, í stað þess að geymast eingöngu innan um fjarskyldara efni í dálkum Sam- vinnunnar. Hér birtist greinin óbreytt, þegar frá er talinn þessi formáli og lít- ið innskot í kaflanum urn niðurstöður. Myndir eru aðrar. INNGANGUR Það sló ugg og óhug að öllum hugs- andi landslýð, er sú fregn barst út á bylgjum ljósvakans að morgni hins 29. marz, að Hekla sjálf væri tekin að gjósa. Þótt liðin séu hundrað ár síðan hún lét seinast á sér bæra, lifa samt enn minningarnar um ógnir liðinna alda, er stöfuðu af gosum hennar, svo að mönnum hlaut að bregða, er þeir heyrðu, að Heklueldur væri blossaður upp á ný. Einkum brá mönnum mjög við þau tíðindi, að vikur og ösku hefði lagt svo þykkt um efstu bæi á Rangár- völlum, innri hluta Fljótshlíðar og Eyjafjallasveit, að þar væri yfir að líta sem eyðimörk. En þótt tíðindi þessi þættu uggvænleg þeim, er á hlýddu í fjarlægum landshlutum, má þó nærri geta, hversu miklu ægilegri þeir at- burðir voru í augum þeirra, sem fyrir þeim urðu. „Dagur huldist dimmum skugga, dunaði gjá og loga spjó,“ seg- ir Jónas. Þetta var það, er gerðist laugardagsmorguninn 29. marz 1947. Myrkt varð sem á nóttu bæði úti og inni, þótt himinn væri heiður og hækkandi dagur. Vikurhríðin dundi á húsunum, og í fjarska heyrðust lát- lausar drunur og dynkir úr iðrum eld- fjallsins. Hverri lifandi skepnu varð ólíft að kalla utanhúss. Lækir og vatnsból fylltust ösku og vikri; var það einkum tilfinnanlegt þar, sem lækir knúðu rafstöðvar, er gáfu bæjunum birtu og yl, svo að fólkið varð að sitja í svarta myrkri í húsum sínum. Og svo loks þegar upp birti að liðnu hádegi, Náttúrufræöingurinn 60 (1), bls. 7-13, 1990. 7

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.