Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 5
2. mynd. Veðurkort frá 18. febrúar 1940. Fellibylur gengur á land í Ástralíu. Línurnar
eru venjulegar þrýstilínur og eru þær teiknaðar fyrir annan hvern millibar. Rétt er að
benda á að svæðið er sunnan miðbaugs, en þar blæs vindur öfugt kringum hæðir og
lægðir miðað við það sem hér er. Auk þessa snúa fanir á vindörvum á suðurhveli öfugt
við það sem hér tíðkast. Weather map for 18. Feb. 1940, showing a hurricane offthe coast
of Australia. Barometric pressure is indicated at 2 mb intervals. (eftir fyrirmynd Dunn &
Miller, 1964).
miðju lægðardraganna. Norðar koma
venjulegar lægðir stundum við sögu og
þá einkum þannig að hluti þeirra lok-
ast inni eða lendir „óvart“ öfugu meg-
in hæðarinnar. Slíkar lægðir koma lít-
ið við sögu venjulegra fellibylja, en fá
þó dálitla umfjöllun aftar í þessari
grein. Hins vegar kemur fyrir að felli-
byljir vaxi upp úr lægðardrögunum.
Raunar nefnast þessi lægðardrög aust-
anbylgjur. En aðeins brot af austan-
bylgjunum breytist í fellibylji.
FELLIBYLUR, ÚTVORTIS
OG INNVORTIS
Áður en við lítum á skilyrði til
myndunar fellibylja skulum við líta
andartak á fullvaxinn fellibyl á veður-
korti. Eins og sjá má á 2. mynd er
fellibylur sérlega kröpp lægð. Þrýsti-
línurnar eru svo þéttar að þær prent-
ast vart þéttari. Loftþrýstingur er
minni í lægð en á svæðunum í kring
vegna þess að loftið yfir lægðarmiðj-
unni er að meðaltali léttara en á svæð-
59