Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 8
3. mynd. Helstu myndunarsvæði fellibylja ásamt hreyfistefnum. Common hurricane
tracks. (eftir fyrirmynd Dunn & Miller, 1964).
bylur getur haldist við að nokkru þó
sjávarhiti fari niður undir eða jafnvel
undir 20°, þó hann geti hins vegar
ekki myndast á þeim slóðum.
Atlanshafsfellibylur byrjar gjarnan
æfi sína milli Vestur-Afríku og Karab-
íska hafsins. Hann hreyfist þar til
vesturs undan veikum austanvind-
straumi sem ríkjandi er á þessum slóð-
um, en fer að sveigja til norðurs þegar
nálgast Ameríkustrendur. Mjög al-
gengt er að fellibyljir gangi inn í
Mexíkóflóa og síðan inn yfir suðurríki
Bandaríkjanna. Önnur algeng braut
er til norðausturs með austurströnd
Bandaríkjanna eða þar austur af. Ef
fellibylur gengur yfir smáeyjar í
Karabíska hafinu veldur hann undan-
tekningalaust gríðarlegu tjóni bæði
vegna fárviðris, ofsalegrar úrkomu og
flóðbylgju sem stafar af áhlaðanda og
óvenju lágum loftþrýstingi í auganu og
við það. Svipað gerist við suður- og
suðausturstrendur Bandaríkjanna
nema hvað tjón af vindi takmarkast
yfirleitt við ströndina. Mjög láglent er
á þessu slóðum og flóðbylgja getur því
borist langt inn á land auk úrfell-
is. Mesta úrkoma sem fallið hefur í
Bandaríkjunum á einum sólarhring
var um 900 mm þegar fellibylur eydd-
ist yfir Texas. Bangla-Desh hefur
hvað eftir annað orðið fórnarlamb
fellibylja sem valda þar gríðarlegum
spjöllum vegna þess hve láglent er.
Land og kuldi eru samt ekki einu
dánarorsakir fellibylja. Eins og áður
er minnst á er öll hringrás fellibylsins
nokkuð sammiðja, þ.e. hringrásin í
háloftunum er beint yfir hringrásinni
niður við sjó. I vestanvindabeltinu
norðan Asóreyjahæðarinnar breytist
vindur og vindstefna mjög með hæð.
Lendi fellibylur inni á slíku svæði eyð-
ist hann á skammri stund. Að vísu
getur hann umbreyst í krappa lægð,
en nánar er fjallað um það síðar.
Flestir fellibyljir sem ekki eyðast yfir
landi enda æfi sína sem grunnar lægðir
eða hreinlega hverfa á skammri stund
þegar allar tilvistarforsendur brest-
ur.
62