Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 12
4. mynd. Stærð fellibylsins Allen 1980. Allen var óvenju öflugur fellibylur í Mexíkóflóa og oíli talsverðu tjóni í Texas. Hér er fellibylurinn settur inn á Islandskort þannig að auðvelt sé fyrir íslenska lesendur að átta sig á stærð fellibylja. Flestir fellibyljir eru þó kraftminni en þessi. Hurricane Allen drawn in scale over Iceland. Most hurricanes are not quite as extensive. Á 5. mynd má sjá brautir þeirra þriggja fellibylja sem hér hafa valdið mestu tjóni og minnst er á hér að of- an. Þeir komu allir sömu leiðina, sunnan við kalda sjóinn við Ný- fundnaland. Þessar litlu líkur á fellibyljatjóni koma þó ekki í veg fyrir að veður- fræðingar hérlendis fylgist vel með fellibyljum sem komast í augsýn. All- ur er varinn góður. Stöku sinnum gerist það að tiltölu- lega litlir fellibyljir komast furðu norðarlega án þess að eyðast. Þetta getur gerst þegar mjög hlýtt loft liggur yfir meginhluta Norður-Atlantshafsins og vindar í háloftum eru hægir vestur og suðvestur af Bretlandseyjum. Dæmi um þetta er þegar fellibylurinn Ivan komst norður fyrir veðurskip Lima suður af íslandi í október 1980. Vindur fór í 11 vindstig við suður- ströndina, en þá leystist þessi óvenju norðlægi fellibylur upp og við slupp- um með skrekkinn. 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.