Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 18
mikið af kísilþörungum og hefur verið
hægt að ákvarða um 20 mismunandi
tegundir, en auk þess er í þessu grúi af
brotum kísilþörunga, sem ekki er
hægt að ákvarða. Allt eru þetta dæmi-
gerðar ferskvatnstegundir, sem eru al-
gengar á mýrum og í tjörnum um land
allt.
Skýringin á þessari myndun virðist í
fáum orðum sagt þessi: Þegar hraun,
sem er allt að 1000°C heitt rennur yfir
votlendi, eins og hér virðist hafa ver-
ið, verða miklar gufusprengingar, sem
tæta sundur hraunið sjálft svo úr verð-
ur gjall og rauðamöl og jafnvel hraun-
kúlur (bombur), en í þeim ólátum tæt-
ist einnig sundur undirlag hraunsins
og hrærist saman við gjallið. Þetta
þeytist svo upp í sprengingum og
þannig hleðst hóllinn upp. Af ein-
hverjum ástæðum hefur svo undirlag
hraunsins tímabundið átt meiri þátt í
þessu í einn tíma en annan og þannig
hafa þessi lög orðið til. Þeim hallar
jafnt og samsíða út frá uppvarpinu,
sem verið hefur til hægri á myndinni
og utan við sjálfan hólinn.
Á þeim eina stað þar sem borað
hefur verið gegnum Landbrotshraunið
gegnt Kirkjubæjarklaustri reyndist
það 22 m þykkt. Þetta var í sjálfri
hraunröndinni. Því sýnist ekki ólíklegt
að meðalþykkt hraunsins sé vart undir
30 m.
ÚR UNDIRLAGI
TIL YFIRBORÐS
Ekki er þetta í fyrsta sinn sem efni
úr undirlagi hrauns hefur borist upp á
yfirborð þess. Mest ótvíðræða sönnun
þess fékk ég fyrst á hrauninu úr
Vikraborgum í Öskju 1961. Þar gat að
líta ljósa vikurmola úr gosinu mikla í
Öskju 1875 liggja ofan á 1961-hraun-
inu, sem runnið hafði um 12 klukku-
stundum áður. Snjór var yfir öllu og
jörð frosin. Hraunkúlur fylltar kísilgúr
hafa fundist á nokkrum stöðum í
Landbroti (Jón Jónsson 1970) og eins
hjá Botnum í Meðallandi en þar fyllt-
ar aur og sandi, stundum lagskiptum.
Við vesturenda Fljótsbotna í Meðal-
landi má sjá hvernig hraun hefur verið
að vefjast utan um lausagrjót þegar
það storknaði (3. mynd).
Fjölmörg dæmi eru til um það að
hraun, sem veltur fram líkt og belti á
jarðýtu getur plokkað, jafnvel stór-
grýti úr undirlagi sínu og fært upp á
yfirborð. Dæmi um þetta fann ég fyrst
vestur af Seltjörn á Reykjanesskaga
(Jón Jónsson 1976) og víðar á þeim
slóðum. Sú skýring, sem ég setti fram
í því sambandi kann að vera rétt, en
næsta ljóst er að þetta getur orðið
með a.m.k. tvennu móti. Vatnsnúna
líparitmola hef ég séð inni í storku
Skaftáreldahrauns við Hverfisfljót og
alveg nýlega gekk ég fram á grágrýtis-
bjarg ofan á Búrfellshrauni suður af
Flötunum í Garðabæ. Loks skal þess
til gamans getið að í gljúfri Hengifoss-
ár í Fljótsdal skammt fyrir ofan sjálfan
Hengifoss eru stykki af rauðum sand-
steini inni í blágrýtishamrinum í vest-
urvegg gljúfursins. Auðsætt er að þau
eru úr sandsteininum, sem er undir
þessu blágrýtislagi (hrauni).
Hér hafa nú verið rakin nokkur
dæmi um svona fyrirbæri, en öll eru
þau ólík því, sem skoða má í Söðul-
hól, hvað útlit varðar, þótt fyrirbærið
í raun sé hið sama.
HEIMILDIR
Björn Jónasson 1974. Skaftársvæði. Jarð-
fræði. Óprentuð ritgerð til B.S.prófs í
jarðfrœði. Háskóli Islands. Reykjavík
Jón Jónsson 1958. Landbrotshraunið.
Náttúrufrœðingurinn 28. 90-96.
Jón Jónsson 1970. Um hraunkúlur. Nátt-
úrufrœðingurinn 40. 200-206.
Jón Jónsson 1976. Grettistök á nútíma
hraunum. Náttúrufræðingurinn 45. 205-
208.
72