Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 21
Páll Einarsson Skarkárinn á Látrum og skyldulið hans Trú á drauga og önnur yfirnáttúru- leg fyrirbæri hefur verið landlæg á ís- landi um langan aldur. Um það vitna gömul og ný rit. Náttúra landsins er fjölbreytileg, full af andstæðum og þversögnum. begar atburðir gerast sem ekki eru í samræmi við daglega reynslu manna er stundum auðvelt að trúa að því ráði einhver önnur öfl en þekkt náttúrulögmál. Með aukinni þekkingu má þó skýra ýmislegt sem áður var talið yfirnáttúrulegt. Mörkin milli skilnings og trúar eru breytileg. Frostaveturinn mikla 1918, á þorra, gerðust undarlegir atburðir í af- skekktu byggðarlagi vestur á fjörðum, að Látrum í Aðalvík. Til er á prenti skilmerkileg lýsing á því sem þarna bar til, „Skarkári á Látrum". Sagan er rituð árið 1954 (Vilmundur Jónsson, 1985) og af henni má ráða að sögu- ritarinn trúði að atburðirnir væru af yfirnáttúrulegum orsökum, og sama gilti að minnsta kosti um sumt af fólk- inu sem fyrir þeim varð. Frásögnin er greinargóð og ekki ástæða til að ætla annað en að hún sé í meginatriðum rétt. Gefum nú höfundi hennar orðið: „í rökkrinu kvöldið fyrir hafði verið éljótt, og í einni élrokunni var engu líkara að heyra en eitthvað ámóta og kápulaf slettist utan í húsvegginn, þar sem mæðgurnar voru inni fyrir. Nokkru síðar ríður bylmingshögg á vesturgaflinn á húsinu, svo að það rið- aði; eldhúslampi, er hékk á vegg, hrökk upp af naglanum, og greip hús- freyja hann á lofti, áður en hann næði að falla, og brotnaði hvorki lampinn né glasið. Er skemmst af að segja, að svona riðu höggin á húsinu mismun- andi þung og með mislöngum hvíldum allt kvöldið og nóttina og slotaði ekki fyrr en undir morgun. . Aðstæðum daginn eftir þessa við- burðaríku nótt er lýst svo: „Hörkugaddur var á, svo að 35° frost mældist í byggð, og var gizkað á 40-50° frost á fjöllum. Eljótt var með köflum, en kyrrt á milli og bjart eða a.m.k. háskýjað. Undanfarið höfðu verið stillur, en daginn fyrir brugðið til élja í rokum. Allt var á kafi í snjó og klaka, svo að hvergi eygði dökkan díl, hvort sem litið var til láðs eða Iagar. Aðalvíkin var allögð lagnaðar- ísi, svo langt sem sást til hafs fyr- ir ísmóðu, og þykkur snjór ofan á ísnum. Hafís vissu menn úti fyrir, en ekki sást til hans úr landi, nema ver- ið hafi jaki og jaki upp. úr lagnaðarís- hellunni. Auðnukyrrð ríkti yfir öllu milli élja, og hvergi varð lífshræringar vart. . En atburðunum var ekki lokið: „Nú líður frain eftir kvöldinu, og um ellefuleytið eru þeir mágar staddir inni í herbergi Gísla, og dynur þá Náttúrufræöingurinn 60 (2), bls. 75-80, 1990. 75

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.