Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 24

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 24
hversu tíðir frostbrestirnir verða. í kólnandi veðri er loftið kaldara en yf- irborðið og jarðvegurinn kólnar við að gefa frá sér varma til loftsins. Brestir verða þá því meiri sem hitamunur lofts og jarðvegs er meiri. í heiðskíru veðri er útgeislun á varma frá jörðinni mikil. Yfirborðið getur þá orðið kald- ara en loftið. Neðsta loftlagið kólnar við snertingu og verður kaldara en efri lögin. Kalda loftið er eðlisþyngra og liggur kyrrt næst jörðu nema vind- ur hræri f því. í logni getur því yfir- borðið orðið talsvert kaldara en loftið í nokkurra metra hæð. betta er skýr- ing þess að brestir eru að öðru jöfnu mestir í kyrru og heiðskíru veðri. Al- gengt er að brestirnir hefjist skömmu eftir sólsetur og hætti snögglega við sólarupprás. Ef snjór er á jörð ein- angrar hann jarðveginn frá hitabreyt- ingum loftsins og og eru þá brestir minni. Frostsprungurnar mynda tígla- mynstur og eru tíglarnir gjarnan fer-, fimm- eða sexhyrndir og fáeinir tugir metra í þvermál. Sprungurnar fyllast af Iausu efni, snjó og ís, og geta því ekki lokast þegar hiti hækkar aftur. Við endurtekna kólnun myndast sprunga aftur á sama stað. Þannig víkka sprungurnar smám saman op sprungumynstrin verða varanleg. A sumrin myndast smálægðir við sprungurnar. Þar fær gróður skjól og raka. Frostsprungurnar koma því gjarnan fram sem grónar rásir í flata mela. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á frostsprungum á íslandi. Sig- urður Þórarinsson (1954, 1964) og Sverrir Scheving Thorsteinsson (1956) birtu greinar um þetta efni, og Friedman o.fl. (1971) gerðu ítarlega úttekt á útbreiðslu og myndun frost- sprungna. I fyrstu var talið að sprung- urnar væru svokallaðar fleygsprungur, myndaðar og viðhaldið í jarðvegi ofan á sífrera við það að vatn frýs og þenst út í þeim. Slíkar sprungur eru þekktar á sífrerasvæðum jarðar. Ein af niður- stöðum rannsókna Friedmans og fé- laga var að flestar íslensku frost- sprungnanna stöfuðu af samdrætti í frosnum jarðvegi en væru ekki dæmi- gerðar fleygsprungur. Skjálftamæling- ar seinni ára styðja þetta. Frostbrestir mælast á mörgum skjálftamælistöðv- um, þar sem hvergi er sífrera að finna í nágrenninu. Brestir mælast að vísu oft í kjölfar hláku þegar gera má ráð fyrir að ís sé að myndast í sprungum, en það er þó engan veginn einhlítt. Brestir verða líka í miðjum frostaköfl- um, þegar öruggt er að ekki er vatn að frjósa neins staðar í nágrenninu. Frosttígla (3. mynd) má víða finna á hálendi landsins (Friedman o.fl., 1971). Vel þróuð frosttíglamynstur eru til dæmis á Reykjahlíðarheiði, milli Reykjahlíðar og Hlíðarfjalls í Mý- vatnssveit. Þekkt dæmi um frosttígla er í Hvítárnesi, nálægt sæluhúsi Ferðafélags íslands, sem raunar er frægt draugabæli. Ekki er ólíklegt að þar hafi margur gangnamaðurinn orð- ið fyrir óþægilegri reynslu á stjörnu- bjartri frostnótt í eftirleitum. Sjálfum er mér minnisstæð frostnótt í Mý- vatnssveit í febrúar 1980 undir stjörnu- björtum himni í tunglskini og logni. Ekkert rauf kyrrðina nema smellir, högg og snöggar drunur sem heyrðust hvarvetna að úr umhverfinu. Vissu menn ekki betur, mátti vel ímynda sér að þarna lékju myrkraöflin lausum hala. Frostbrestir koma oft fram á skjálftamælum í Mývatnssveit. Frost- spennur í yfirborðinu geta líka valdið hallabreytingum sem mælast á halla- mælum. Komið hefur fyrir að þessar hreyfingar hafi villt um fyrir jarðvís- indamönnum við eftirlit með umbrot- um í Kröflueldstöðinni. 78

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.